Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 27
RÓÐUKROSSINN f FANNARDAL
33
það að synja að dr. Björn hafi á skólaárum sínum kynnst hinum
fornu hómilíum í bókasafni lærða skólans eða Landsbókasafninu,
en einnig má vera að hugleiðingar um helgan kross, sem hómilían
telur einnig „sigurmark guðs en lausnarmark manna“, hafi kallað
fram áþekkt orðalag tveggja manna sem sjö aldir skildu að. Eitt
er það orð í þessari sögu, annað en hlífiskjöldur, sem ástæða er til að
staldra við en það er orðið fiskur í setningunni: „Fiskur er rekinn
í f jarðarbotn". Auðskilið er að tröllskessurnar hliðri sér hjá að taka
sér í munn orðið kross, en ekki liggur beint við að nota orðið fiskur
þess í stað þó að fisk reki óneitanlega stundum á fjörur, bæði eigin-
legan fisk og stórfisk. Ekki verður séð að orðið fiskur geti haft
nein þau merkingartengsl við orðið kross, sem geri það eðlilegt í
þessu sambandi. Að vísu er fiskur fornt tákn Krists (sjá Kristus-
symboler í Kulturhistorisk leksikon, IX. bindi, Reykjavík 1964, dálk-
ar 387—391), en allra síst hæfir slíkt kirkjulegt táknmál tröllkonum.
Hins vegar leggja aðrar gerðir sögunnai', sem síðar verða raktar,
skessunni orðið fauskur í munn. Verður það að teljast hæfilega niðr-
andi orð um hinn helga kross í munni illvættar. Ekki skal þvertekið
fyrir það að fiskur í sögu dr. Björns kunni að vera prentvilla fyrir
fauskur.
Sagnasafnið Huld kom út í sex heftum á árunum 1890—1898 og varð
mjög vinsælt, enda stóðu að því fimm mikilhæfir menn, þeir Hannes
Þorsteinsson, Jón Þorkelsson, Ólafur Davíðsson, Pálmi Pálsson og
Valdimar Ásmundsson. Það var endurprentað í tveimur bindum
í Reykjavík á árunum 1935 og 1936. Kom þá enn í ljós að það átti
vinsældum að fagna en frumútgáfan er aðeins í fárra höndum.
Meðal yngri kynslóðarinnar hefur þó sagan um krossinn í Fannardal
orðið kunnust vegna þess að Björn Guðfinnsson tók hana upp í
kennslubók sína, Islenzka málfræði, sem kom fyrst út 1937. Var
sagan prentuð í fjórum fyrstu útgáfum þeirrar kennslubókar. Áður
hafði Björn gefið út kennslubók í málfræði (Reykjavík 1935) er
nefnist Islenzka I, en þar var sagan eklvi. 4. útgáfa Islenzkrar mál-
fræði kom út 1946 en virðist hafa verið prentuð óbreytt fram til ársins
1958 er 5. útgáfa kemur út, endurskoðuð af Eiríki Hreini Finnboga-
syni. I hinni endurskoðuðu útgáfu Eiríks Hreins er þessari sögu ásamt
mörgum öðrum sögum og sögnum sleppt og hefur hún ekki verið tekin
aftur upp í málfræðibækur, enda er vandséð að hún sé sérstaklega vel
fallin til greiningar fornafna, eins og til er ætlast í fjórum fyrstu
útgáfunum.
Rétt er einnig að geta þess að þessi saga Björns Bjarnasonar er
3