Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 29
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL
35
dalskrossinn, enda barst Jóni aldrei neitt um hann. Fyrir Benedikt
vakir vafalaust frásögn Björns Bjarnasonar í Huld en hann mis-
minnir aðeins um ritið sem hún birtist í. Að leiðréttu fyrra atriðinu
er í frásögninni farið rétt með afstöðu Uxavogstanga og Krossfjöru.
Nú skal rakið það, sem Sigfús Sigfússon, hinn mikli sagnaþulur
okkar austfirðinga, hefur að segja um Fannardalskrossinn í þjóð-
sagnasafni sínu. I nokkurs konar eftirmála við Söguna af Gellivör,
sem er fyrsta sagan í bálki um illsku og grimmd trölla, segir um
tröllskessurnar Gellivör og Gríði að þær urðu að flýja úr Borgarfirði
(eystra) og Víkum suður á Suðurfirði, einkum Mjóafjörð og Norð-
fjörð. Lét Gellivör mjög til sín taka í Mjóafirði en Gríður í Norð-
firði. Frásögn sú sem krossinn varðar er á þessa leið:59
„Enn bar svo til að nokkrir menn fóru upp úr Norðfirði á Kol-
sanda og ætluðu ofan Slenjudal. Þegar þeir vóru komnir upp úr
öllum brekkum heyrðu þeir hávaðasköll og mælgi á eftir sér. Litu þeir
við og sáu hvar skessur tvær sátu réttum beinum beggja megin Fann-
ardals (aðrir segja alls Norðfjarðar). önnur sat á Kallfelli en hin á
Hólafjalli og hjöluðust við. Þá segir önnur: „Spymum, spyrnum,
systir“. Þá svarar hin: „Nei, ekki dugir það“. „Hví þá ekki?“
segir sú fyrri. Þá svarar hin: „Því að fausk hefir rekið í fjarð-
arbotn og mun sá okkur óþarfur“. Þá segir sú fyrri enn: „Já,
flýjum, systir, flýjum þá“. „Og hvert þá?“ „Á Bláskóga, á Blá-
skóga“, sagði hin. Síðan hurfu þær og þar með allur tröllagangur
örnefni sjá annars Austurland, 7. árg., 6. tbl., 8. febrúar 1957, bls. 2: Ömefni
í Neskaupstað, 3. Guðrúnarsteinn i Krossskálavík (vafalaust eftir ritstjór-
ann, Bjarna Þórðarson).
00 Sagan af Gellivör er í Þjóð-sögum og -sögnum IV, Hafnarfirði 1931, bls. 251
—260, um flótta tröllkvennanna einkum á bls. 256 og sagan um krossinn á
bls. 258—259. Hér skal þess getið að ég fellst algerlega á skýringu Sigfúsar,
þar sem hann hefur eftir tröllkonunni að selið hafi verið gefið . . . „honum
Jóni í Vallanesi", að hún komist svo að orði um sel Vallaneskirkju (sem
„stóð á tanga milli Tunguár og Slenju“) vegna þess, að kirkjan' var helguð
Jóhannesi skírara (Jóni baptista), enda segir í Vilchinsmáldaga (ísl. fbrs.
IV, bls. 206) að Vallaneskirkju eigi „Jóns líkneski baptistæ". í máldaga kirkj-
unnar frá 1541 (Isl. fbrs. X, bls. 697) er (á latínu) getið líkneskja Jóhann-
esar skírara og tveggja mynda af höfði hans. í vísitasíu Brynjólfs biskups frá
9. ágúst 1641 (Bps. A II 8, bls. 65) er aðeins getið um „höfuð Johannis
Baptistæ". Sama atriði og hjá Sigfúsi kemur fram í Þjóðs. Jóns Árna-
sonar (Ný útg., I. bindi, Rvík 1954, bls. 150), en í nafnaskrá er ranglega gert
ráð fyrir því, að umræddur Jón sé prestur í Vallanesi. „Fauskhöfðinn", sem
nefndur er hjá J. Á., mun benda til Jóhannesarlíkneskis úr tré eða sérstaks
tréhöfuðs.