Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 48
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þá minnist Bjarni Þórðarson á það að Skorrastaðarprestum hafi verið lítið um Fannardalskrossinn gefið og þeir reynt árangurs- laust að ná honum frá Fannardal. Eg efast ekki um að heimildar- menn Bjarna hafi minnst á þetta atriði, en ekki verður séð að munn- mæli þessi fái stuðning af rituðum heimildum. Að vísu minnist séra Benedikt á „hjátrú“ í sambandi við krossinn, en ekki ber á því að hann líti krossinn óhýru auga þrátt fyrir það, enda má búast við, tímans vegna, að séra Benedikt hafi verið umburðarlyndur í trúar- efnum, eins og margir prestar upplýsingartímabilsins. Ekki dettur mér heldur í hug að séra Jón Guðmundsson, sem sagnir segja að boðið hafi í krossinn á móti Sveini Sigfússyni, hafi gert það til að fyrir- koma krossinum. Hitt er mildu líklegra að hann hafi langað til að eiga sinn þátt í að bjarga krossinum frá glötun. Mér er þó til efs að séra Jóni hafi verið það mikið kappsmál að varðveita krossinn sjálfur, hvort heldur var í híbýlum sínum eða hinni nýju kirkju sem þá hefur vafalaust verið fyrirhuguð á Nesi þó að flutningur kirkjustaðar frá Skorrastað væri ekki formlega ákveðinn fyrr en á höfuðdag 1896, en séra Jón, sem sat á Skorrastað frá 1888, hafði flust út að Nesi 1894.81 Hafa ber í huga að íslendingar hafi ekki fyrr en á síðari tímum sýnt gömlum gripum sérlega ræktarsemi, öðrum en þeim sem máttu verða til einhverra nytja, enda var lengst- um við fátækt, erfiða veðráttu og óhentug húsakynni að etja. Auk þess fylgdi framfarahug aldamótakynslóðarinnar nýjungagirni sem hlaut að bitna á gömlum menningarverðmætum. Leyfi ég mér að vísa hér til ummæla Matthíasar Þórðarsonar í niðurlagi greinar hans um íslenska róðukrossa af rómanskri gerð í Árbók Fornleifafélagsins 1914, þar sem hann kvartar sáran undan ræktarleysi bæði fyrr og síðar við gamla íslenska kirkjugripi. Er óþarft að taka hér orðrétt upp ummæli hans, þar sem þau skipta meginefni þessarar greinar 81 Sjá Prestatal og prófasta. 2. útg., Rvík 1950, bls. 22. Kirkjan hefur verið uppistandandi á Skorrastað 1. maí 1895 er uppboðið fór fram í Fannardal, en hún fauk á útmátfuðum 1896. Er ekki ólíklegt að það hafi gerst í ofviðri sem gekk yfir Austurland aðfaranótt sunnudagsins 23. febrúar (sbr. blaðið Austra á Seyðisfirði 1896, nr. 6, bls. 22, en hvorki þar né síðar er getið kirkjufoksins). Af messuskýrslum í Þjóðskjalasafni (Bps. C YI 283) er þó svo að sjá sem kirkjan hafi fokið þriðja sunnudag í föstu sem þá bar upp á 8. mars. Samkvæmt messuskýrslum (varðveittum á sama stað) er kirkjan á Nesi vígð þriðja sunnudag eftir þrettánda 1897 ert það var 24. janúar. Varðandi dagsetningu kirkjufoksins skal þess getið að messu- skýrslurnar eru skráðar í byrjun næsta árs við það ár sem þær ná yfir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.