Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 48
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þá minnist Bjarni Þórðarson á það að Skorrastaðarprestum hafi
verið lítið um Fannardalskrossinn gefið og þeir reynt árangurs-
laust að ná honum frá Fannardal. Eg efast ekki um að heimildar-
menn Bjarna hafi minnst á þetta atriði, en ekki verður séð að munn-
mæli þessi fái stuðning af rituðum heimildum. Að vísu minnist séra
Benedikt á „hjátrú“ í sambandi við krossinn, en ekki ber á því að
hann líti krossinn óhýru auga þrátt fyrir það, enda má búast við,
tímans vegna, að séra Benedikt hafi verið umburðarlyndur í trúar-
efnum, eins og margir prestar upplýsingartímabilsins. Ekki dettur
mér heldur í hug að séra Jón Guðmundsson, sem sagnir segja að boðið
hafi í krossinn á móti Sveini Sigfússyni, hafi gert það til að fyrir-
koma krossinum. Hitt er mildu líklegra að hann hafi langað til að
eiga sinn þátt í að bjarga krossinum frá glötun. Mér er þó til efs
að séra Jóni hafi verið það mikið kappsmál að varðveita krossinn
sjálfur, hvort heldur var í híbýlum sínum eða hinni nýju kirkju
sem þá hefur vafalaust verið fyrirhuguð á Nesi þó að flutningur
kirkjustaðar frá Skorrastað væri ekki formlega ákveðinn fyrr en
á höfuðdag 1896, en séra Jón, sem sat á Skorrastað frá 1888, hafði
flust út að Nesi 1894.81 Hafa ber í huga að íslendingar hafi ekki
fyrr en á síðari tímum sýnt gömlum gripum sérlega ræktarsemi,
öðrum en þeim sem máttu verða til einhverra nytja, enda var lengst-
um við fátækt, erfiða veðráttu og óhentug húsakynni að etja. Auk
þess fylgdi framfarahug aldamótakynslóðarinnar nýjungagirni sem
hlaut að bitna á gömlum menningarverðmætum. Leyfi ég mér að vísa
hér til ummæla Matthíasar Þórðarsonar í niðurlagi greinar hans um
íslenska róðukrossa af rómanskri gerð í Árbók Fornleifafélagsins
1914, þar sem hann kvartar sáran undan ræktarleysi bæði fyrr og
síðar við gamla íslenska kirkjugripi. Er óþarft að taka hér orðrétt
upp ummæli hans, þar sem þau skipta meginefni þessarar greinar
81 Sjá Prestatal og prófasta. 2. útg., Rvík 1950, bls. 22. Kirkjan hefur verið
uppistandandi á Skorrastað 1. maí 1895 er uppboðið fór fram í Fannardal,
en hún fauk á útmátfuðum 1896. Er ekki ólíklegt að það hafi gerst í ofviðri
sem gekk yfir Austurland aðfaranótt sunnudagsins 23. febrúar (sbr. blaðið
Austra á Seyðisfirði 1896, nr. 6, bls. 22, en hvorki þar né síðar er getið
kirkjufoksins). Af messuskýrslum í Þjóðskjalasafni (Bps. C YI 283) er
þó svo að sjá sem kirkjan hafi fokið þriðja sunnudag í föstu sem þá bar
upp á 8. mars. Samkvæmt messuskýrslum (varðveittum á sama stað) er
kirkjan á Nesi vígð þriðja sunnudag eftir þrettánda 1897 ert það var 24.
janúar. Varðandi dagsetningu kirkjufoksins skal þess getið að messu-
skýrslurnar eru skráðar í byrjun næsta árs við það ár sem þær ná yfir.