Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 49
RÓÐUKROSSINN í FANNARDAL 55 engu. Ekki er það heldur ætlun mín að saka séra Jón Guðmundsson um sérstakt skeytingarleysi um meðferð gamalla kirkjugripa. Að minnsta kosti er það þakkarvert að í Norðfjarðarkirkju er gamall og virðulegur prédikunarstóll úr Skorrastaðarkirkj u, en þess ber að gæta að prédikunarstólar sameina það að vera dýrir og endingar- góðir svo að þeir hafa yfirleitt varðveist vel í kirkjum. Ekki er þó kunnugt um að séra Jóni hafi öðrum fremur verið umhugað um verndun gamalla minja. Hins vegar hafði hann mikið saman að sælda við mann sem hafði sérstakan áhuga á söfnun gamalla íslenskra gripa. Á ég þar við enska fiskkaupmanninn Pike Ward, þann sem vorðari eða vorðfiskur, öðru nafni labri eða Labradorfiskur, er við kenndur. Mr. Ward var hér á landi við fiskkaup einmitt skömmu fyrir og um aldamótin.82 Ég heyrði oft um það talað í uppvexti mínum að séra Jón hefði á fyrri árum sínum verið umboðsmaður Wards á Norðfirði. Þegar litið er á hið fjölskrúðuga safn íslenskra muna sem verið hafa í eigu Mr. Wards, liggur það í augum uppi að hann hefur haft góð sambönd víða um land. Liggur þá beint við að ætla að umboðsmenn hans við fiskkaup hafi jafnframt hugað að góðum gripum fyrir hann. Ekki fer hjá því að séra Jóni hafi verið kunnugt um söfnunaráhuga þessa menningarlega fiskkaup- manns. Má því láta sér til hugar koma að séra Jón hafi lagt nokkurt kapp á að klófesta Fannardalskrossinn, fyrst hann var á annað borð falur, fyrir vin sinn Ward. Engin gögn hef ég í höndum til að færa sönnur á mál mitt og verður því að líta á orð mín um þetta efni sem hreina tilgátu. Hvað sem réttmæti hennar líður eru mér ekki kunnar neinar heimildir fyrir því að Skorrastaðarprestar hafi fyrr né síðar reynt að ná tangarhaldi á Fannardalskrossinum af trúarástæð- um, hvað þá að þeir hafi gert tilraun til að granda honum. Þá verður ekki hjá því komist að minnast nokkrum orðum á þá fullyrðingu Bjarna Þórðarsonar að krossinn hafi verið seldur í at- hugunar- eða heimildarleysi, enda hafi hann alls ekki verið „eign dánarbúsins heldur fylgifé jarðarinnar". Bjarni er að vísu ekki einn um að sjá eftir því að Fannardalur var á sínum tíma sviptur gömlum og fornhelgum grip. Hinn sami söknuður kemur fram hjá Jóni Bjarnasyni með öðru orðalagi. Heimild til að selja krossinn er að vísu lögfræðilegt atriði sem ég treysti mér ekki til að gera 82 Sjá frekar Ólafur Þorvaldsson: Harðsporar, Rvík bls. 11—26, kaflann Kynni mín af Mr. Ward, og Kristján Eldjárn: Hundraö ár í Þjóðminjasafni, Reykjavík 1962, 86. þáttur: Vordssafn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.