Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 62
68 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS aðra, ekki þó eftir ákveðnum reglum, að því er virðist, heldur eins og listamanninum hefur þóknast hverju sinni. Meðfram efri brún fjalarinnar, þeirri sem upphafleg virðist, er grunn U-laga kíling sem nær um 2 sm inn á fjölina og er grunnt hnífsfar yst við brún fjalarinnar, en innar, um 3 sm frá brún, er grunnt og mjótt hnífsfar sem fylgir línum kílingarinnar og fjalar- brúninni. Einnig er greinilega grunnt hnífsfar um 0,5 sm frá brún- inni í hringlaga úrtakinu vinstra megin. Neðst á f jölinni, um 6 sm frá neðri brún, eru nokkur, að því er virð- ist fimm, örmjó hnífsbrögð eins og rist með hnífsoddi yfir þvera fjölina og nokkru ofar eru tvö og enn eitt ofar, um 11,5 sm frá neðri brún. Gæti virst svo sem spýta hafi verið fest þversum yfir fjölina neðst í upphafi og hnífur verið dreginn eftir henni. Virðast þessar rispur gerðar á undan sjálfum skurðinum. Eftirtektarvert er að á fjórum stöðum hafa verið dregnir þrír sammiðja hringar með hringfara ofan í skurðinn að því er greini- lega virðist. Neðstu hringarnir þrír eru 14,8, 12,6 og 11,3 sm í þver- mál, grunnt dregnir en mjög skýrir, og er miðja þeirra í miðjum hæklinum neðst til vinstri. Næstu hringar eru 15,0, 12,6 og 10,6 sm í þvermál og er miðja þeirra nálægt miðri fjöl hægra megin, í breiða skástofninum. Þar fyrir ofan eru minni hringar, 10,4, 8,8 og 7,4 sm og er miðja þeirra í sprota nærri hægri brún fjalarinnar. Síðustu hringarnir eru nær efst, 9,4, 7,8, 6,6 sm í þvermál og er miðja þeirra í skurðfari nærri vinstri brotbrún fjalarinnar. Engir hring- anna eru óskertir nú heldur hafa geirar af þeim fylgt brotunum sem nú eru af fjölinni. Sjálfur skurðurinn er nokkuð mismunandi breiður og djúpur en hann er alls staðar V-laga, mjög vel gerður og virðast myndskeran- um hvergi hafa fatast vinnubrögðin, enda er munstrinu mjög vand- lega niður skipað. Hann hefur leitast við að láta munstrið fylla út í flötinn svo að hvergi verður tómarúm. Það er aðeins neðst á fjölinni sem örlítinn óskorinn blett er að finna, en líklega stafar það af því að þar hefur önnur fjöl gengið yfir þessa eins og áður er getið. Greini- lega sést að munstrið hefur verið dregið upp á fjölina með hnífsoddi áður en farið var að skera það. Munstrið er mjög áferðarfallegt á fjölinni og hún hefur tiltölu- lega lítið látið á sjá þrátt fyrir þann háa aldur sem ætla má að hún hafi. Framhliðin er að vísu mestöll alsett fínum sprungum sem mynd- ast hafa er fjölin þornaði, en ysta lagið á framhlið hefur örlítið verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.