Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 62
68
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
aðra, ekki þó eftir ákveðnum reglum, að því er virðist, heldur eins og
listamanninum hefur þóknast hverju sinni.
Meðfram efri brún fjalarinnar, þeirri sem upphafleg virðist, er
grunn U-laga kíling sem nær um 2 sm inn á fjölina og er grunnt
hnífsfar yst við brún fjalarinnar, en innar, um 3 sm frá brún, er
grunnt og mjótt hnífsfar sem fylgir línum kílingarinnar og fjalar-
brúninni. Einnig er greinilega grunnt hnífsfar um 0,5 sm frá brún-
inni í hringlaga úrtakinu vinstra megin.
Neðst á f jölinni, um 6 sm frá neðri brún, eru nokkur, að því er virð-
ist fimm, örmjó hnífsbrögð eins og rist með hnífsoddi yfir þvera
fjölina og nokkru ofar eru tvö og enn eitt ofar, um 11,5 sm frá neðri
brún. Gæti virst svo sem spýta hafi verið fest þversum yfir fjölina
neðst í upphafi og hnífur verið dreginn eftir henni. Virðast þessar
rispur gerðar á undan sjálfum skurðinum.
Eftirtektarvert er að á fjórum stöðum hafa verið dregnir þrír
sammiðja hringar með hringfara ofan í skurðinn að því er greini-
lega virðist. Neðstu hringarnir þrír eru 14,8, 12,6 og 11,3 sm í þver-
mál, grunnt dregnir en mjög skýrir, og er miðja þeirra í miðjum
hæklinum neðst til vinstri. Næstu hringar eru 15,0, 12,6 og 10,6 sm
í þvermál og er miðja þeirra nálægt miðri fjöl hægra megin, í breiða
skástofninum. Þar fyrir ofan eru minni hringar, 10,4, 8,8 og 7,4 sm
og er miðja þeirra í sprota nærri hægri brún fjalarinnar. Síðustu
hringarnir eru nær efst, 9,4, 7,8, 6,6 sm í þvermál og er miðja
þeirra í skurðfari nærri vinstri brotbrún fjalarinnar. Engir hring-
anna eru óskertir nú heldur hafa geirar af þeim fylgt brotunum sem
nú eru af fjölinni.
Sjálfur skurðurinn er nokkuð mismunandi breiður og djúpur en
hann er alls staðar V-laga, mjög vel gerður og virðast myndskeran-
um hvergi hafa fatast vinnubrögðin, enda er munstrinu mjög vand-
lega niður skipað. Hann hefur leitast við að láta munstrið fylla út í
flötinn svo að hvergi verður tómarúm. Það er aðeins neðst á fjölinni
sem örlítinn óskorinn blett er að finna, en líklega stafar það af því
að þar hefur önnur fjöl gengið yfir þessa eins og áður er getið. Greini-
lega sést að munstrið hefur verið dregið upp á fjölina með hnífsoddi
áður en farið var að skera það.
Munstrið er mjög áferðarfallegt á fjölinni og hún hefur tiltölu-
lega lítið látið á sjá þrátt fyrir þann háa aldur sem ætla má að hún
hafi. Framhliðin er að vísu mestöll alsett fínum sprungum sem mynd-
ast hafa er fjölin þornaði, en ysta lagið á framhlið hefur örlítið verið