Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 65
HRINGARÍKISÚTSKURÐUR FRÁ GAULVERJABÆ
71
fjalarstúfum við endurbyggingu húsanna. Nóg nýtt efni var til
smíðanna.
Hringaríkisstíllinn tekur við af Jalangursstíl og má segja að um-
skiptin verði yfirleitt á fyrra hluta 11. aldar. Hins vegar er ólíklegt
að þróunin hafi orðið jafnfljótt alls staðai', og hér úti á Islandi gætu
stílskiptin hafa orðið eitthvað síðar. En þegar höfð eru í huga hin
miklu og nánu samskipti sem Islendingar áttu við nágrannaþjóðirnar
á þessum tíma og tiltölulega litla einangrun enn sem komið var má
setla að menn hafi reynt að fylgja tískunni í þessum efnum sem
öðrum. Menningarstraumar hafa borist hingað mjög fljótt og það er
greinilegt að myndskerinn, sem skar Gaulverjabæjarfjölina, var ekki
að skera út í fyrsta skipti. Hann hefur verið þaulæfður listamaður
sem vissi nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann þekkti stílinn
út í ystu æsar og fataðist hvergi í list sinni. En líklegast verður að
telja að fjölin sé íslensk, skorin hér á landi og af íslenskum manni.
Hann hefur hins vegar vel getað framast erlendis, hlotið þar sína
skólun, komið síðan út aftur og unnið að handverki sínu og list hér
heima.
Aðaleinkenni Hringaríkisstílsins sjást einmitt best á þessari fjöl,
misbreiðir stofnar, oft með tvöföldum útlínum, sem klofna og sveigj-
ast til ýmissa átta, fara í gegn um sjálfa sig, ef svo má að orði
komast, og smámjókka og klofna að nýju uns endarnir vindast upp
í smáa rana. Ofan við endana er ævinlega eins konar hækill og við
hann gengur út poka- eða perulaga vöxtur sem er einmitt mjög fast
einkenni á Hringaríkisstílnum. Á Flatatungufjölunum er þessi út-
vöxtur mjög áberandi og nærri því að segja megi að hlaupið hafi of-
vöxtur í hann, en á Gaulverjabæjarfjölinni er hann miklu hófsam-
legri og brýst hvergi út úr stílnum, ef svo má segja. En hér sjást
aftur á móti ekki hinar dæmigerðu „hagldalykkjur" eða „írsku
hnútar" sem svo gerla sjást á Flatatungufjölunum og binda skraut-
verkið 1 viðjur.
Séu Flatatungufjalir og þessi fjöl frá Gaulverjabæ bornar saman,
kemur berlega í ljós talsverður munur á skrautverki og stíl svo og
handbragði iistamannanna. Flatatungufjalir eru húsaþiljur og þar
hefur skrautverkið þakið stóran flöt. Skrautið er að því er virðist stór
heild í upphafi, greinaskraut, runnið frá akantusskrauti, sem vinst
yfir margar fjalir í stórum sveig og hríslast síðan til allra átta.
Greinaendarnir eru grannir og langir og listamaðurinn hefur ekki
leitast við að fylla flötinn því að sums staðar eru stói'ar eyður á
milli. Á Gaulverjabæjarfjölinni hefur plássið verið miklu minna og