Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 89
JÓN STEFFENSEN
ÁRNI MAGNÚSSON OG MANNTALIÐ 1703
Um þessar mundir, þegar drjúgur hluti hins mikla handritasafns
Árna Magnússonar er aftur að berast til ættlands hans, verður sjálf-
sagt mörgum íslendingi hugsað til hans þakklátum huga fyrir hans
nærfærna söfnunarstarf. En ómetanlegt starf Árna að varðveislu
handritanna má ekki verða til þess að skyggja á annað frábært verk
sem hann vann Islandi þó svo hafi verið til þessa. Þar á ég við rann-
sóknir hans á þjóðarhag á árunum 1702—1712 sem hann ásamt Páli
Vídalín gerði á vegum ríkisstjórnarinnar. Af þeim margþættu störf-
um, sem þar í fólust, mun ég eingöngu fjalla um manntalið 1703 og
því nátengda talningu látinna í stórubólu sem til þessa hefur ekki
verið eignuð þeim kommissiónsmönnum. Manntalið hlaut það ömur-
lega hlutskipti að mæta fullkomnu sinnuleysi af allra hálfu, að því
er helst verður ráðið af sögu þessa máls, og liggja gleymt og ónotað
í rentukammerinu í 75 ár eða þar til 1777—78 að Skúli landfógeti
Magnússon gróf það upp og vann úr því nokkra þætti sem Jón Ei-
ríksson síðar birti í ferðabók Ólavíusar.
Af þeim ævisögum Áma Magnússonar og sagnfræðiritum, er geta
um manntalið 1703, má helst ætla að almennt áhugaleysi danskra
stjórnvalda um málefni íslands hafi valdið því að ekki var hirt um
að vita niðurstöður þess. En hvað um Árna sjálfan? Átti hann heldur
enga forvitni til að bera viðvíkjandi manntalinu? Að því er ég best
veit hefur enginn leitast við að svara þessari spurningu sem þó skiptir
öllu máli fyrir mat manna á hagfræðiáhuga hans. Var hann einungis
að vinna leiðinlegt skyldustarf með manntalinu eða skipulagði hann
þetta frábæra verk sem segja má að ekki ætti sinn líka þá á Norður-
löndum?
Manntalið var gefið út af Hagstofu íslands á árunum 1924—1947
af Þorsteini Þorsteinssyni, þáverandi hagstofustjóra (Manntal á
Islandi árið 1703) og síðar vann hann úr því til samræmis við nú
tíðkanlegar manntalsskýrslur (Manntalið 1703; Hagskýrslur Is-
lands II, 21, Rvík 1960). Útgáfu manntalsins og þeirra heimilda, er