Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 93
ÁRNI MAGNÚSSON OG MANNTALIÐ 1703
99
veg en þann að það hafi átt að vera nokkurs konar trygging gegn því
að um gróf mistök gæti orðið að ræða í öðru hvoru talinu. Og má
segja að samanburður á jarða- og manntali gæti veitt nokkurt öryggi
gegn því að nokkurt heimili yrði útundan. Af ofangreindu álít ég að
Árni hafi alls ekki talið sig geta misst manntalið meðan á jarðabókar-
starfinu stóð og að það og jarðabókin hafi orðið samferða til Kaup-
mannahafnar.
Ennfremur tel ég svo miklar líkur til þess að Árna hafi verið
kunnugt um heildarniðurstöðuna af manntalinu að það stappi nærri
vissu og skulu þau atriði nú rakin. 1 hinni ágætu ritgerð ,,Um mann-
fækkun af hallærum á lslandi“ segir Hannes Finnsson í sambandi
við manntalið 1703 og það að Skúli Magnússon hélt ekki kynjunum
aðgreindum er hann vann úr því: „Ég á útskrift af þessu manntali
með hendi þess lærða sýslumanns Jóns Snorrasonar, hvar karlar
og konur eru aðskild; líka er nokkur munur í öllum sýslum á summ-
unni, hvör að sönnu ekki er mikilvægur, en samt til stærri varkárni
er aðgætnisverður“ (Rit þess ísl. Lærdómslistafél. XIV, bls. 183 nm.).
Síðan fylgir taflan, sem er á dönsku, og er heildarsumma hennar
50681, en í hana vantar Vestmannaeyjasýslu svo að henni viðbættri
yrði útkoman nálægt 51020 á móti 50444 sem var heildarútkoma
Skúla.
Jón Snorrason (1724—1771) varð stúdent frá Skálholtsskóla 1747,
fór þá í þjónustu Finns Jónssonar, síðar biskups, og var það þar til
hann sigldi til náms við Hafnarháskóla 1752. Þar dvaldist hann til
1757 er honum var veitt Skagafjarðarsýsla sem hann hélt til æviloka.
Hannes Finnsson kemur í Hafnarháskóla 1755 og er þar þá samtíma
Jóni. En af því hvernig Hannes orðar frásögnina af útskriftinni
er auðséð að hún er ekki til hans komin frá Jóni heldur mun hún
hafa orðið til meðan hann var í þjónustu Finns. Faðir Jóns sýslu-
manns, Snorri Jónsson (1685—1756), var launsonur Jóns Magnús-
sonar (1662—1738), bróður Árna. Snorri var konrektor (1711) og
síðar rektor (1714) Hólaskóla og prestur að Helgafelli (1719—1753).
Hann kom í Skálholtsskóla 1702, útskrifaðist þaðan 1705 og var
veturinn 1705—1706 aðstoðarmaður konrektors skólans. Á skóla-
árum sínum er hann því samtímis Árna í Skálholti nema veturinn
1705—1706, sem Árni dvelst í Höfn, og haustið 1708 verða þeir sam-
skipa til Hafnar. Frá Hafnarháskóla lýkur Snorri embættisprófi
í guðfræði 7. apríl 1710. Þeir frændur hafa verið gagnkunnugir og
mér þykir langlíklegasta skýringin á tilvist útskriftar manntalsins
með hendi Jóns Snorrasonar sú að Árni Magnússon hafi veturinn