Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 93
ÁRNI MAGNÚSSON OG MANNTALIÐ 1703 99 veg en þann að það hafi átt að vera nokkurs konar trygging gegn því að um gróf mistök gæti orðið að ræða í öðru hvoru talinu. Og má segja að samanburður á jarða- og manntali gæti veitt nokkurt öryggi gegn því að nokkurt heimili yrði útundan. Af ofangreindu álít ég að Árni hafi alls ekki talið sig geta misst manntalið meðan á jarðabókar- starfinu stóð og að það og jarðabókin hafi orðið samferða til Kaup- mannahafnar. Ennfremur tel ég svo miklar líkur til þess að Árna hafi verið kunnugt um heildarniðurstöðuna af manntalinu að það stappi nærri vissu og skulu þau atriði nú rakin. 1 hinni ágætu ritgerð ,,Um mann- fækkun af hallærum á lslandi“ segir Hannes Finnsson í sambandi við manntalið 1703 og það að Skúli Magnússon hélt ekki kynjunum aðgreindum er hann vann úr því: „Ég á útskrift af þessu manntali með hendi þess lærða sýslumanns Jóns Snorrasonar, hvar karlar og konur eru aðskild; líka er nokkur munur í öllum sýslum á summ- unni, hvör að sönnu ekki er mikilvægur, en samt til stærri varkárni er aðgætnisverður“ (Rit þess ísl. Lærdómslistafél. XIV, bls. 183 nm.). Síðan fylgir taflan, sem er á dönsku, og er heildarsumma hennar 50681, en í hana vantar Vestmannaeyjasýslu svo að henni viðbættri yrði útkoman nálægt 51020 á móti 50444 sem var heildarútkoma Skúla. Jón Snorrason (1724—1771) varð stúdent frá Skálholtsskóla 1747, fór þá í þjónustu Finns Jónssonar, síðar biskups, og var það þar til hann sigldi til náms við Hafnarháskóla 1752. Þar dvaldist hann til 1757 er honum var veitt Skagafjarðarsýsla sem hann hélt til æviloka. Hannes Finnsson kemur í Hafnarháskóla 1755 og er þar þá samtíma Jóni. En af því hvernig Hannes orðar frásögnina af útskriftinni er auðséð að hún er ekki til hans komin frá Jóni heldur mun hún hafa orðið til meðan hann var í þjónustu Finns. Faðir Jóns sýslu- manns, Snorri Jónsson (1685—1756), var launsonur Jóns Magnús- sonar (1662—1738), bróður Árna. Snorri var konrektor (1711) og síðar rektor (1714) Hólaskóla og prestur að Helgafelli (1719—1753). Hann kom í Skálholtsskóla 1702, útskrifaðist þaðan 1705 og var veturinn 1705—1706 aðstoðarmaður konrektors skólans. Á skóla- árum sínum er hann því samtímis Árna í Skálholti nema veturinn 1705—1706, sem Árni dvelst í Höfn, og haustið 1708 verða þeir sam- skipa til Hafnar. Frá Hafnarháskóla lýkur Snorri embættisprófi í guðfræði 7. apríl 1710. Þeir frændur hafa verið gagnkunnugir og mér þykir langlíklegasta skýringin á tilvist útskriftar manntalsins með hendi Jóns Snorrasonar sú að Árni Magnússon hafi veturinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.