Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 94

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 94
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 1703—1704 og/eða 1704—1705 unnið úr manntalinu með aðstoð Snorra og að í hans fórum hafi sú útskrift verið er sonur hans síðar afritaði handa Finni Jónssyni. Auk þessarar heimildar um útkomu úr manntalinu 1703 eru til tvær aðrar sem óbeint benda til þess að Árna Magnússyni hafi verið kunnugt um hana og að hann hafi jafnframt staðið að dánartali sem enn færri sögur hafa farið af en af manntalinu. Meðan á jarðabókar- starfinu stóð barst stórabóla <til landsins eða í júní 1707 og stóð aðal- faraldurinn til vors 1709; þar af kemur langmesta mannfallið á fyrra árið því þá er sóttin búin að ljúka sér af í öllum þéttbýlustu sveitum landsins. Það má fara nærri um að þessi mikla drepsótt skapaði jarðabókai*mönnunum mikinn vanda. Auk þess að hindra að mestu jarðamatið fyrra sumarið þurfti að meta þau nýju viðhorf sem sköpuðust vegna hinna mörgu nýju eyðibýla og hruns á jarðarafgjöld- um. Nokkrar samtíma heimildir geta um heildarfjölda þeirra er lét- ust í bólunni, en flestar tölurnar bera það með sér að vera að ein- hverju leyti áætlaðar, auk þess sem ekki kemur skýrt fram við hvaða tímabil sé átt né hvort eingöngu sé átt við mannfall úr bólu eða hvort átt sé við heildartölu dáinna á tímanum sem bólan gekk. Bestu heimildir segja 18000 hafa látist í bólunni og Jón Þorkelsson Skál- holtsrektor tekur af allan vafa um það hvað felist í þeirri tölu þar sem hann segir: „De (þ. e. Bornekopper) som grasserede fra 1707—- 1709, inclusive, meenes at have dræbt henved 18000 Mennisker i heele landet. Men det var ikke alleene Bornekopper, men ogsaa en Art af en Contagion og Flekfeber tillige“ (Herr Johann Anderson, hans Efterretning om Island ... Kph. 1748, bls. 304). Með „Contagion og Flekfeber“ á Jón sennilega við „landfarsótt með þungu kvefi“ sem Fitjaannáll segir að gengið hafi 1707. Ein heimildanna birtir þó tölu yfir látna, sem virðist byggjast á talningu, auk þess sem hún á við tiltekið tímabil og að tilgreind er heimild en það er Hvamms- annáll. Þar segir 1707 um bólusóttina: „og varð eitt hræðilegt mann- fall, svo á eptirkomandi sumri sagði secretarius Árni Magnússon, sem hann vissi, þá hefðu hér dáið 16087 menn, en hann hafði ei til vitað eður með skilum frétt úr Austfjörðum." Höfundur annálsins, Þórður prófastur Þórðarson, fékk Hvamm í Hvammssveit 1721 eftir lát Magnúsar prófasts Magnússonar (d. 1720) en hjá þeim bróður sínum dvaldi Árni oft á sumrum meðan á jarðabókarstarfinu stóð; er líklegt að heimilisfólk á bænum hafi frætt Þórð um ofangreind ummæli Árna. 1 bréfi sem Árni ritar rentukammerinu, dags. Kh. 20. júní 1709, segir: „Som nu laugmanden og samme person (þ. e.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.