Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 97
ÁRNI MAGNÚSSON OG MANNTALIÐ 1703
103
Islandi, þess sama sem fyrirskipaði manntalið 1703, enda sá aðili
sem vegna starfsins þurfti á því að halda að vita hve mikið mann-
fallið í bólunni var og hve margir létust á ári þegar engar drepsóttir
gengu. Sú vitneskja var nauðsynleg til þess að meta réttilega áhrif
bólunnar, sem var einstæður atburður, á framtíðina, en það gerir
Árni Magnússon í áður tilvitnuðu bréfi til rentukammersins þegar
hann ræðir áhrif bólunnar á jarðamatið og segir: „med mindre
mand herhos antegner den landskyld og leieqviellers tal, som fulte
med jorden, forend sygdommen indfalt, thi deraf kand mand ongefehr
see, hvorledes dette vil blive om 8 eller 10 aar, naar landet, nest
Guds hielp (visseligen paa mange stæder), kommer sig igien“ (Arne
Magnusson: Embedsskrivelser, bls. 327).
Jón Jóhannesson, sem gaf Setbergsannál út eftir eiginhandarriti
Gísla Þorkelssonar (1676—1725) á Setbergi við Hafnarfjörð, skráðu
1715, segir mestan hluta hans vera samsteypu úr eldri ritum og heim-
ildirnar oftast orðrétt afritaðar. Þær helstu eru glatað handrit af
Skarðsárannál og mikið fyllra handrit af Fitjaannál en þau er nú
eru varðveitt (Annálar 1400—1800, IV., bls. 8—14). Á þeim árum
sem jarðabókarnefndin var að störfum er efni Setbergsannáls að
mestu leyti náið endurrit af Fitjaannál; aðalfrávikið eru tvær langar
skýrslur sem sýnilega hafa verið ætlaðar opinberum aðilum. Hin
fyrri er um tjónið af hinum miklu jarðskjálftum í Ölfusinu 1706 en
hin síðari um bóludauða í Kjalarnesþingi 1707. Sýslumaður Kjalar-
nesþings er þá Jón Eyjólfsson í Nesi við Seltjörn og er hann jafn-
framt varalögmaður sunnan og austan. Gísli á Setbergi var ágætur
skrifari og er ekkert líklegra en að varalögmaður hafi látið hann
skrifa fyrir sig og þann veg séu þessar skýrslur komnar í Setbergs-
annál. Þorlákur Markússon (um 1692—1736) hóf að rita Sjávar-
borgarmál 1727. Þorlákur útskrifaðist úr Hólaskóla 1712 og var
heimiliskennari hjá Páli Vídalín í Víðidalstungu veturinn 1713—1714
og þar telur útgefandi annálsins, Jón Jóhannesson, að áhugi Þorláks
á fróðleikssöfnun hafi vaknað (Annálar 1400—1800, IV., bls. 220)
og þar gátu þá verið samankomnar allar þær heimildir um fjölda
látinna úr bólu er fram koma í Sjávarborgarannál.
Þau eru orðin svo mörg atriðin í sambandi við heimildir um tölu
látinna í stórubólu, sem benda til jarðabókarnefndarmanna, að telja
má vissu fyrir að þeir hafa látið gera slíkt dánartal. Mér þykir lang-
sennilegast að þeir hafi veturinn 1707—1708 látið boð út ganga til
sömu aðila og í manntalinu að skrá alla er létust úr bólu, fullorðna
með nafni, heimilisfangi og stöðu, og börn með heimilisfangi og