Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 107
ÖNDVEGISSÚLUR í EYJAFIRÐI
113
í Borgund. Hugsum okkur einn innstaf burtu og honum tyllt upp við
lágreistan húsgafl. Okkur myndi þá sýnast hann mjókka upp eftir
„blive smallere og smallere op ad“ ef við sæjum hann frá hlið. Hins-
vegar heldur stafurinn breidd sinni sé horft á hann að framan.
Engin viðhlítandi skýring hefur verið gefin á stórkarlamyndum
stafahöfða norskra miðaldakirkna. Roar Hauglid, sem mest hefur
skrifað um norskar stafkirkjur, vísar reyndar á bug fyrri kenning-
um um að hér séu komin hin fornu norrænu goð.15 Látum það liggja
milli hluta. Hins vegar er það víst að flokka má stafahöfuðsmyndirn-
ar í þrjá hópa. 1 fyrsta hóp eru dýrahöfuð, í öðrum kappahöfuð, þ. e.
a. s. útskorin karlmannshöfuð, með nokkurn veginn eðlilega ásýnd, og
að lokum eru einskonar höfuð fífla, skrumskæld eða skælbrosandi
með tunguna lafandi út úr sér. Lýsing Eggerts gæti vel átt við hóp
númer tvö. Sjá t. d. 7. mynd af stafahöfði frá Hurumkirkju í Valdres
og 8. mynd frá Heggekirkju í sömu sveit.
IV
Nú víkur sögunni annað. í Þjóðminjasafni Islands liggja gögn
þau er Sigurður Guðmundsson lét eftir sig, m. a. fjöldi skissubóka.
I einni þeirra er að finna riss með athugagrein sem vekja mun
áhuga okkar (9. mynd). Þetta er teikning af húsgafli, reyndar tveim-
ur. Sá efri snertir þetta mál. Við hlið hans annars vegar er teiknuð
uppundin súla með keilulöguðum hnappi efst, en hinsvegar er skrifað
skýrum stöfum „Bæardyr á Stórhamri.“ Ivið neðar á síðunni sama
megin er önnur áletrun: „S. Einar í Saurbæ sagði mér ár 1856“. Við
neðri gaflinn stendur orðið „kirkjudir“.1G Þetta er séra Einar Thor-
lacius sem prestur var í Saurbæ á árunum 1822 til 1866. Hann lést
þar árið 1870. Nú vill svo vel til að í bók Finns Sigmundssonar fyrrv.
landsbókavarðar „Þeir segja margt í sendibréfum" er bréf frá séra
Einari til Finns Magnússonar þar sem hann lýsir súlum Sigurðar:
„Öndvegissúlur hafa allt til þess í vor staðið sín hvoru megin upp
með karldyrum á Stórahamri í Eyjafirði. Þær voru sívalar, eins og
vindreim skornar, með knappi ofaná. Ég ríð þar aldrei svo um hlaðið,
að ég ekki líti til þeirra með einsslags virðingu“. Bréfið er ritað 12.
júní 1828.17 Ekki er hægt að skilja orð séra Einars á annan hátt en
að „öndvegissúlurnar“ hafi verið teknar niður árið 1828. Því miður
láðist Eggert Ólafssyni að geta um nöfn bæja þeirra í Eyjafirði
þar sem þeim ferðafélögum voru sýndir hinir sjaldgæfu forngripir.
Er þá ekki rétt að spyrja: Er Stórhamar annar þeirra? Ennfremur:
8