Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 113
ÖNDVEGISSÚLUR í EYJAFIRÐI
119
byggð. Kórinn 3 stafgólf með útbrotum og höggsperrum í hverju
stafgólfi, gamall og lasinn. Framkirkjan 4 stafgólf og svo með út-
brotum, forbetruð af séra Þórarni að 4 stöplum og nokkrum syllum,
einnig súð yfir útbrotum fyrir 8 árum, sem mjög er þó orðið ágengi-
legt. 2 stoðir við kirkju. Kirkjan víða opin og gisin og lasin forkirkj-
an. Er til 2 stafgólf rjáfurlaus en flatreft með fúafjölum, fallin að
segjast má, til er altari en enginn prédikunarstóll."27
Það er bersýnilegt að kirkja þessi er að falli komin, enda lögð að
velli árið 1726 og ný torfkirkja reist í staðinn.28 Einnig er ljóst að úr
henni eru teknir fjórir innstöplar árið 1677. Hvert hafa leifarnar af
þeim farið?
í sömu vísitasíu Jóns Vigfússonar segir um Möðruvallakirkju í
Eyjafirði. „Kirkjan sjálf er af timbri, kór með 2 stafgólfum og út-
brotum, framkirkjan með 5 stafgólfum og útbrotum, forkirkja með
2 stafgólfum. Húsið hefur verið vel vandað en er orðið gamalt.“29
1 Vallaannál segir m. a. um árið 1706: „Næstu nótt fyrir föstudag
næstan eftir þrettánda kom veður stórkostlegt af útsuðri, er gerði
skaða mikinn á húsum, heyjum og skipum víða um landið-------------
Ivirkjuna að Munkaþverá tók það allt að bitum fram til prédikunar-
stóls og miðhluta úr kirkjunni að Möðruvöllum í Eyjafirði."30 1 þrem
annálum öðrum er kirkjuskaði þessi nefndur. 1 Mælifellsannál, Fitja-
annál og Annál Páls Vídalíns. Þremur þeirra ber saman, en Fitja-
annáll telur að Möðruvallaklausturkirkja hafi skemmst sem hlýtur
að vera rangt. Eitt er víst, að miðkirkjan eða hákirkjan á Möðru-
völlum í Eyjafirði er úr torfi 1718 en kór af timbri.31 Eins og fram
kom hér að framan er kirkjan af timbri í fimm stafgólfum á Möðru-
völlum árið 1685.
Um klausturkirkjuna á Munkaþverá er ekkert vitað fyrir hrapið
1706 en það lætur að líkum að hún hefur ekki verið minni en kirkj-
urnar á Möðruvöllum, Hrafnagili og í Laufási. Það er og víst, að út-
brotakirkja er hún árið 1722.3 2 Ljóst er þá af ofansögðu að á tíma-
bilinu 1706—1726 eru þrjár útbrotakirkjur fornar, af timbri gerðar,
lagðar að velli í Fram-Eyjafirði, u. þ. b. mannsaldri áður en þeim
félögum Eggert og Bjarna eru sýndar „öndvegissúlur" í sömu sveit.
Hversu gamlar hafa þá þessar kirkjur verið? Ekki getur það talist
neitt fræðimannlegt flan að álíta kirkjuna á Hrafnagili um fjögur
hundruð ára gamla. 1 Laurentíus sögu biskups segir frá því að Jón
prestur Konráðsson, sem fengið hafði „staðarhluta að Hrafnagili
og þar með prófastsdæmi um Eyjafjörð og Dali til Varðgjár“, lét
„upp smíða kirkjuna að Hrafnagili með dýrum kost, sem lengi mátti