Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 137
FLOSI BJÖRNSSON
VARÐA SVEINS PÁLSSONAR
í KVÍSKERJAFJÖLLUM
Efst í Kvískerjafjöllum er vörðubrot nokkurt, lágt í loftinu og
lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn. Engu að síður er það eitt
þeirra mannvirkja 18. aldar sem á sér sögubrot, að vísu eitt hið
merkasta í sinni röð. Spillir það og ekki til að hægt er að tímasetja
vörðuna með óvenjulegri nákvæmni, raunar upp á ldukkustund. En
öruggt má telja að Sveinn læknir Pálsson og félagar hans hafi hlaðið
vörðuna er þeir gengu á Öræfajökul 1794.
Eins og kunnugt er gekk Sveinn Pálsson fyrstur manna á öræfa-
jökul svo að sögur fari af. Var það 11. ágúst 1794 og lagði hann
á jökulinn frá Kvískerjum. Tókst förin með ágætum og lýsir hann
henni í Ferðabók sinni (Jöklaritinu, bls. 493—496). Er för þessi
ávallt talin til sögulega frægra fjallgangna hér á landi. Sveinn tekur
að vísu ekki nákvæmlega fram, hversu langt þeir fóru. Það er þó
augljóst þeim er síðan hafa farið þessa leið, þ. e. á jökulbrúnina upp
af Kvískerjafjöllum, að Sveinn mun hafa gengið þar á brúnina, þ. e.
á hnúkinn 1927 m (Sveinsgnípu). Jafnvel ekki útilokað að hann
hafi komist á hnúkinn 2044 m (Sveinstind) þó ekki sé hægt að telja
það öruggt. Hinsvegar aíls ekki á Hnappinn svo sem ýmsir hafa
álitið áður að lítt athuguðu máli. (Raunar er jökulbrúnin, er Sveinn
gekk á, hærri en Hnappurinn).
1 þessari för skýrðist fyrir Sveini eðli og orsakir skriðjökla, fyrst-
um lærðra manna hérlendis og raunar með hinum fyrstu í heimin-
um, er hann horfði yfir Hrútár-Fjallsjökla ofan frá brún öræfa-
jökuls; þ. e. að jöklarnir væru með nokkrum hætti seigfljótandi. En
sú skýring hafði honum hugkvæmst er hann var staddur við Breiða-
merkurjökul árið áður.
Annars skal frásögn Sveins af jökulgöngunni ekki rakin hér að
öðru leyti en því að hann getur þess að er þeir komu til baka hafi
þeir hlaðið vörðu á þeim stað þar sem þeir höfðu lagt á jökulinn og