Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 154

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 154
160 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þjóðminjavörður rannsakaði hinn 25. júlí beinagrind sem komið hafði í ljós á Hellu, rétt hjá þar sem bærinn Gaddstaðir stóð fyrrum. Þetta var heilleg beinagrind sem kom upp við jarðýtuvinnu; hafði líkið verið lagt á bakið en gripir fundust engir og virðist hér ekki vera um heiðið kuml að ræða. 1 ferðinni var einnig kannaður hinn stóri og mikli hellir að Hellum í Landsveit. 28. ágúst fór þjóðminjavörður ásamt dr. Sigurði Þórarinssyni og nokkrum Akureyringum að Hraunþúfuklaustri í Vesturdal í Skaga- firði til að kanna þann stað og einkum til að fá úr því skorið hvenær þar hefur verið byggð, en þarna eru miklar rústir sem talsvert hefur verið skrifað um og menn jafnvel talið að verið hafi þar klaustur í fyrndinni. Stóð athugunin í tvo daga og voru grafnar prófgryfjur í nokkrar rústir en um eiginlega rannsókn var ekki að ræða. Það virðist öruggt að staður þessi hefur verið byggður fyrir 1104 því að öskulagið frá Heklu það ár sást greinilega yfir gólfum. Þar fannst á einum stað greinilegur langeldur og virðist helst sem þarna hafi verið smábýli, afdalabær, snemma á miðöldum, en líklega hefur byggð ekki haldist lengi þar. Heldur er ósennilegt að þarna hafi nokkru sinni verið klausturlifnaður og er því skýringar á nafni stað- arins að leita í öðru sambandi. 13. september fór þjóðminjavörður ásamt Ágúst Böðvarssyni for- stöðumanni Landmælinga Islands að Hrafnseyri við Arnarfjörð til að athuga gamlar tóttir á eyrinni niður frá bænum. Þessar rústir eru mjög sokknar í jörð og óljósar, en smávegis var grafið í þær þrátt fyrir óhagstætt veður. Virðist hér vera um fornar rústir að ræða því að í langhúsinu, sem greinilegast er, fannst langeldur, skýr og greinilegur, í auðþekktu kolagólfi, og set virtust vera til beggja hliða. Þar fannst einnig smáflís af eldtinnu. Tóttir þessar eru rétt fyrir vestan Grelutóttir sem nú er búið að slétta en sagnir voru um að væru rústir af bæ Grélaðar, konu Áns landnámsmanns. Rústir þessar voru síðan friðlýstar. FerSir safnmanna. Ferðir voru með svipuðu sniði og áður, skemmri ferðir á hina ýmsu staði sem yfirlíta þarf árlega svo sem Stöng í Þjórsárdal og er ekki ástæða til að geta þeirra sérstaklega. í janúar fór þjóðminjavörður ásamt Bjarna Ólafssyni trésmíða- meistara að Möðruvöllum í Eyjafirði og könnuðu þeir kirkjuna gömlu sem fauk af grunni í desember árið áður. Var lagt að heima-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.