Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 158
164
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og er því ekki síður erfitt að fá smiði til verka en hleðslumenn og
gera menn það nærri að kalla fyrir þrábeiðni að fara í viðgerðir
gömlu bygginganna.
Nokkuð var endurbætt af veggjum og þökum í Burstarfellsbænum
gamla og sá Einar Gunnlaugsson um það verk eins og venjulega.
Á Keldum var heimreiðin lagfærð verulega og standa nú vonir
til að batni það erfiða ástand sem ríkt hefur með afrennsli frá fjós-
inu, sem runnið hefur yfir veginn.
Um haustið var hafist handa af krafti við að ljúka viðgerð húss
Bjama Sívertsens í Hafnarfirði. Viðgerð hússins er vissulega löngu
hafin en hefur gengið mjög slitrótt. Bjarni Ólafsson trésmíðameistari
tók nú að sér verkið og unnu að því að mestu Gunnar Bjaraason og
Leifur Hjörleifsson ásamt aðstoðarmönnum. Um áramót var við-
gerðin komin vel á veg þótt enn væri langt í land að húsið teldist
fullklárað, enda verkið mjög seinlegt. Gunnar Ágústsson hafnar-
stjóri hefur verið aðaldriffjöðrin í viðgerðinni að undanförnu og
lagt sig mjög í líma við að hún gengi farsællega.
Ekki var unnið í Viðey þetta árið vegna fjárskorts en til viðgerðar
Viðeyjarstofu var veitt 1 y2 milljón króna á fjárlögum. Þetta fé var
allt notað til efnislcaupa; var keypt svört þakskífa frá Danmörku,
framleidd í Hollandi, bæði á kirkju og stofu, svo og mikið magn
af timburbjálkum frá Ameríku til að nota í máttarviði og gólf. Skíf-
unni var komið út í Viðey en timbrið geymt í landi, enda þarf að vinna
það allt niður í vélum þegar kemur að því að nota það. Þessi efni-
viður allur var mjög dýr og reyndist nauðsynlegt að tryggja sér þetta
efni og láta vinnu við húsið heldur bíða eitt ár, enda fer verð á bygg-
ingarefnum ört hækkandi og sama má að vísu segja um vinnulaun.
Byggöasöfn.
Á árinu voru veittar kr. 2 millj. til byggðasafna sem er bæði bygg-
ingarstyrkur og hálf gæslulaun við söfnin sem ríkið greiðir sam-
kvæmt lögum. Byggingarstyrkir og almennir rekstrarstyrkir til safn-
anna, aðrir en bein gæslulaun, námu alls kr. 1.265 þús., og skiptust
þannig:
Styrkur til safns Egils Ólafssonar á Hnjóti, kr. 40 þús.; Gamla
búð, Eskifirði, kr. 150 þús.; hús Bjarna riddara, Hafnarfirði, kr.
200 þús.; Safnastofnun Austurlands, rekstrarstyrkur, kr. 100 þús.;
Byggðasafn Vestfjarða, Isafirði, kr. 50 þús.; Byggðasafn Akraness