Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Síða 160
166
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
áfram að undanförnu og átti að steypa upp efri hæðina 24. janúar.
Er nú hætt við að þeirri byggingu verði að fresta um sinn þótt eld-
gosið sjálft sé um liðið.
Þá átti safnið nokkurn þátt í að bjarga gamalli, þýskri dieselvél
úr gömlu rafstöðinni í Eyjum, síðar Vélskólanum. Þessa vél setti Ei-
ríkur Ormsson þar upp árið 1914 og knúði hún rafal sem enn er til
og var bjargað. Vélin þykir mikill kjörgripur, fyrsta dieselvél sem
til landsins kom og nærri einstök í sinni röð nú orðið. Vélstjórar frá
Vélskóla íslands sáu um að bjarga vélinni undan hraunflóðinu en
rétt á eftir fór vélahúsið í kaf. Vélin var sett til bráðabirgða í
geymsluskemmuna sem safnið hefur í Hafnarfjarðarhrauni þótt
hún sé ekki sem bestur staður fyrir slíkan hlut.
Á Selfossi var haldið áfram viðbyggingu við safnhúsið en ekki
er henni ætlað að hýsa byggðasafnið heldur fær Listasafn Ámessýslu
þar meginhlutann. Hins vegar fær byggðasafnið stofu þá sem Lista-
safnið hefur haft á efri hæð gamla hússins og er það mjög þörf
viðbót, enda þröngt um safnið.
1 Hafnarfirði hefur Gísli Sigurðsson unnið enn frekar að söfnun
ýmissa muna og þar á meðal gekkst hann fyrir því að bjargað var á
land og til Hafnarf j arðar stýrinu af Coot, fyrsta togara landsmanna,
sem gerður var út frá Hafnarfirði en strandaði skömrnu síðar, árið
1908, við Keilisnes. Þar er einnig ketillinn úr Coot og gekkst Gísli
einnig fyrir því að honum var komið á þurrt land.
Þórður Tómasson safnvörður í Skógum fór á árinu söfnunarferðir
í Austur-Skaftafellssýslu á vegum byggðasafnsnefndarinnar þar og
varð mjög vel ágengt um öflun muna til safnsins. Er nú í athugun
hversu leysa megi húsnæðismál þess safns en mjög kemur til greina
að flytja og varðveita hið gamla verslunarhús sem enn stendur á
Höfn og flutt var þangað frá Papós skömmu fyrir aldamót. Það var
reist 1864 og er hvort tveggja, síðasta hús á Papós og fyrsta hús á
Höfn, því bæði sögulega merkilegt og jafnframt gott dæmi um versl-
unarhús frá þessum tíma. Stefán Jónsson arkitekt hefur tekið að sér
að teikna væntanlegt safnahús á Höfn og eru líkur til að það verði
byggt ofanvert í kauptúninu, við svonefnda Sílavík, og gamla verslun-
arhúsið flutt þangað.
Um haustið var staða safnstjóra við Árbæjarsafn í Reykjavík
(minjavarðar Reykjavíkurborgar) auglýst laus til umsóknar og
barst ein umsókn, frá Nönnu Hermannsson sem um skeið hefur
unnið við Foroya fornminnissavn í Þórshöfn. Eru því líkur á að Ár-
bæjarsafn fái að lokum safnstjóra sem svo lengi hefur vantað.