Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS stundum í strenda dranga þótt ekki sé um eiginlegt stuðlaberg að ræða. Grjótinu virðist hætt við að frostspringa og voru sumir steinar illa farnir af þeim sökum. Sums staðar í bæjarhúsunum voru hellur úr hinu auðþekkta Þjórs- árhrauni sem nær yfir mestan hluta dalbotnsins í Þjórsárdal. Þetta var dílótt berg og nokkuð frauðkennt og nær alltaf í hellum eða flötum steinum. Skammt er í Þjórsárhraun handan Fossár frá Sáms- stöðum, en einnig má ná í það til norðurs í átt til Skeljastaða og er það ekki löng leið. Sennilega er auðvelt að höggva til Þjórsárhrauns- hellur eða brjóta í hentuga stærð, og virðist það hafa valdið því að Þjórsárhraunssteinar voru í innréttingum á Sámsstöðum. En þar sem flytja þarf Þjórsárhraunið að um nokkurn veg hefur það ekki verið notað sem hleðslugrjót í veggi því að miklu auðveldara er að ná grjótinu ofan úr múlanum. Ennfremur var víða í tóftunum sandsteinn eða sandsteinshella sem þangað hafði verið flutt. Þessi sandsteinn er að öllum líkindum myndaður sem vatnaset í stöðuvatni því sem verið hefur í Þjórsárdal þegar Þjórsárhraunið rann þar um. Sandsteinshellan kemur glöggt fram í bökkum Fossár niður undan Sámsstöðum, en áin hefur rutt sér braut í gegnum hana (sjá 1. mynd). Sandsteinninn er lögóttur og klofnar gjarna í flögur. Mjög auðvelt er að höggva og laga hann til að vild enda hafa húsbyggj endur á Sámsstöðum greinilega notfært sér það. Stutt hefur verið að sækja þetta byggingarefni. Loks má minnast á enn eina steinategund sem ekki hefur þó verið notuð til húsagerðar á Sámsstöðum svo óyggjandi sé, en var víða að finna í tóftunum. Þetta voru steinar úr túffi, ýmist rauðleitir eða grængráir. Mest voru þetta smábrot og ekki gott að segja af hverju þeir voru þarna. Aage Roussell virðist hafa fundið sams konar steina í smiðjutóftinni í Stöng og álítur hann þá hafa verið notaða til litunar sem ef til vill er rétt.51 Þessar fjórar steintegundir eru merktar á flatarteikningu og má þar fá nokkra hugmynd um hvar og hvernig þær hafa helst verið notaðar í húsunum. Byggingarefni veggjanna var að öðru leyti nær a.lveg horfið, en þó má af óverulegum leifum þess ætla að það hafi bæði verið torf og timbur. Að lokum er rétt að minnast á gólfin í húsatóftunum. I þau hafa verið borin viðarkol, um allt stofugólf og eftir endilangri rniðju gólfs í skála og búri. Þetta var yfirleitt nokkurra sentimetra þykkt f>i Roussell (1943 b ), bls. 94.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.