Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 90
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Hin upprunaleg-a jarðlagafylling fjóss og hlöðu gaf mikilsverðar upplýsingar um Heklugosið 1104. Þar fannst mjög víða Hekluvikur frá 1104 bæði á gólfum og ofar í moldum. Verður það rætt nánar síðar í þessari grein þar sem fjallað verður um hrun húsanna á Sámsstöðum. Niðurstaðan af því sem hér hefur verið greint frá er að bærinn á Sámsstöðum hafi farið í eyði í Heklugosinu um 1104 þar sem víða í húsunum lá vikursalli úr því gosi beint á gólfum. 3) Yngstu lög: varðveisla náttúrunnar. Aðeins á einum stað í rústum Sámsstaða gafst tækifæri til að sjá eiginlega jarðlagaupphleðslu yngri en gosöskulagið frá 1104. Þessu veldur hve veðrun hefur leikið þessa bæjarrúst grátt. Vikur- og sandstormar hafa sorfið burt nær allar veggjamoldir og veggja- torf bæjarhúsanna og fjóssins. Eftir standa einungis steinaundir- stöður torfveggjanna. Inni í grjótrömmunum voru einungis jarðlög frá fyrstu tíð eftir eyðingu bæjarins eða blendingsvikur umturnaður af mönnum og veðri. Hins vegar var dálítið eftir af moldarveggj um hlöðunnar á þrjá vegu þótt sameiginlegur veggur fjóss og hlöðu væri blásinn niður í grjót. Norðurveggur hlöðu var um 1 m á hæð frá gólfi sums staðar, en vestur- og austurveggir voru aflíðandi til suðurs að örfoka suður- veggnum. Þótt austurveggurinn væri illa farinn kom þar fram nokk- uð forvitnilegur vitnisburður, og var því teiknaður af honum lóð- skurður (sjá 22. mynd). Það var ljóst af jarðlagaskiptingunni að einhvern tíma höfðu veður leikið austurvegg hlöðunnar grátt. Mjög lítið var eftir af hinni upprunalegu torfhleðslu veggjarins. En einhvern tíma hefur uppblástur hætt og rústin tekið að gróa. Eftir það hefur enn eitt gosöskuregnið dunið yfir Þjórsárdal. Þetta var svört gosaska. Sýni var tekið af þessu „neðra lagi“ lóðskurðarins og mældi Sigurður Steinþórsson ljósbrot gosöskunnar. A priori hafði greinarhöfundur giskað á að hér væri í „neðra lagi“ H 1693 og í „efra lagi“ H 1766. Þessar ágiskanir reyndust rangar við mælingar Sigurðar. I bréfi 11. ágúst 1972 segir Sigurður um neðra lagið að ljósbrot þess hafi mælst „ns:1.614, sem hlýtur að vera Katla“ og giskar síðan á K 1721, sem vel má vera rétt. Sýni úr efra lagi benti til að hér væri um nokkurs konar blandlag að ræða: „Tvenns konar korn, fáein „Kötluleg“, flest „Hekluleg“. ns:1.605 (Katla, væntanlega fokið). ns:1.557 (e. t. v. H 1766).“ eru orð Sigurðar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.