Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 96
98 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hefur þá farið í eyði og hefur aldrei byggst upp síðan. Til þessa bendir í fyrsta lagi hin ljósa og auðþekkta gjóska þessa goss inn um öll bæjargólf, og í öðru lagi brot af silfurinnlögðu beisli sem tímasetja má með vissu til 11. aldar, en það fannst í skála. Eftir Heklugosið hefur uppblástur leikið bæjarrústirnar og um- hverfi þeirra grátt og að mestu sorfið burt jarðveginn kringum bæ- inn. Af bæjarhúsunum urðu nær eingöngu eftir steinaundirstöður torfveggjanna sem þó hafa víðast varðveitt upprunalegt jarðlaga- samhengi niðri við gólfin. Ekki síðar en á 18. öld virðist uppblástur hafa rénað á Sámsstöðum. Eftir sem áður hafa öskuregn úr Kötlu og Heklu dunið yfir dalinn, en svæðið kringum bæinn hefur líklega breyst lítið. Þannig er tímatal mannvistarleifanna á Sámsstöðum í stórum dráttum, en síðar mun vikið að styttri tímaskeiðum sem greina mátti í sjálfum rústunum. VII Hrun húsanna á Sámsstöðum og hvenær árs- ins Heldugosið mikla varð. Jarðlagaskipanin í hlöðutóft var að ýmsu leyti forvitnileg. Hlöðu- tóftin var, eins og minnst hefur verið á, best varðveitt af öllum rúst- um Sámsstaða, þ. e. með hæstum veggjaleifum, og hún var sneisa- full af vikri úr Heklugosinu 1104. Greina má gjóskuna sem þarna var í þrjár höfuðtegundir eftir kornastærð.02 Fyrsta tegundin er grár leir sem allajafna lá innan um aðra tegund sem er grófur vikur; þvermál oftast um 1—2 sm en til allt að 5—7 sm. Þriðja tegundin er vikuraska eða sandur; þorri efnisins virtist um 1—2 mm í þvermál þótt grófara efni væri innan um. Fyrsta og önnur tegund lágu neðst í hlöðutóftinni en þriðja tegund ofan á eins og nánar verður lýst. Þessi jarðlagaskipting er svipuð og meðal fornleifa sem geymst hafa í gjósku annars staðar. I því samhengi má huga að hinu fræga gosi Vesúvíusar sem hófst 24. ágúst árið 79 og eyddi m. a. borgina Pompeii á sunnanverðri Italíu. Til er allnákvæm lýsing á gosinu frá hendi sjónarvotts, Plíníusar yngra.03 Aðrar heimildir um gos þetta eru lóðskurðir sem fornleifafræðingar hafa gert í jarðlögin »2 Rctt er að geta þess að um nákvæma mælingu á kornastærð er ekki að ræða. 03 Pliníus yngri (1948), bls. 49—55.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.