Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 96
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hefur þá farið í eyði og hefur aldrei byggst upp síðan. Til þessa
bendir í fyrsta lagi hin ljósa og auðþekkta gjóska þessa goss inn
um öll bæjargólf, og í öðru lagi brot af silfurinnlögðu beisli sem
tímasetja má með vissu til 11. aldar, en það fannst í skála.
Eftir Heklugosið hefur uppblástur leikið bæjarrústirnar og um-
hverfi þeirra grátt og að mestu sorfið burt jarðveginn kringum bæ-
inn. Af bæjarhúsunum urðu nær eingöngu eftir steinaundirstöður
torfveggjanna sem þó hafa víðast varðveitt upprunalegt jarðlaga-
samhengi niðri við gólfin. Ekki síðar en á 18. öld virðist uppblástur
hafa rénað á Sámsstöðum. Eftir sem áður hafa öskuregn úr Kötlu
og Heklu dunið yfir dalinn, en svæðið kringum bæinn hefur líklega
breyst lítið.
Þannig er tímatal mannvistarleifanna á Sámsstöðum í stórum
dráttum, en síðar mun vikið að styttri tímaskeiðum sem greina
mátti í sjálfum rústunum.
VII Hrun húsanna á Sámsstöðum og hvenær árs-
ins Heldugosið mikla varð.
Jarðlagaskipanin í hlöðutóft var að ýmsu leyti forvitnileg. Hlöðu-
tóftin var, eins og minnst hefur verið á, best varðveitt af öllum rúst-
um Sámsstaða, þ. e. með hæstum veggjaleifum, og hún var sneisa-
full af vikri úr Heklugosinu 1104.
Greina má gjóskuna sem þarna var í þrjár höfuðtegundir eftir
kornastærð.02 Fyrsta tegundin er grár leir sem allajafna lá innan
um aðra tegund sem er grófur vikur; þvermál oftast um 1—2 sm
en til allt að 5—7 sm. Þriðja tegundin er vikuraska eða sandur; þorri
efnisins virtist um 1—2 mm í þvermál þótt grófara efni væri innan
um. Fyrsta og önnur tegund lágu neðst í hlöðutóftinni en þriðja
tegund ofan á eins og nánar verður lýst.
Þessi jarðlagaskipting er svipuð og meðal fornleifa sem geymst
hafa í gjósku annars staðar. I því samhengi má huga að hinu fræga
gosi Vesúvíusar sem hófst 24. ágúst árið 79 og eyddi m. a. borgina
Pompeii á sunnanverðri Italíu. Til er allnákvæm lýsing á gosinu
frá hendi sjónarvotts, Plíníusar yngra.03 Aðrar heimildir um gos
þetta eru lóðskurðir sem fornleifafræðingar hafa gert í jarðlögin
»2 Rctt er að geta þess að um nákvæma mælingu á kornastærð er ekki að ræða.
03 Pliníus yngri (1948), bls. 49—55.