Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Síða 100
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hluta fjóstóftar var blendingur af rofmoldum og grófum fallvikri
niðri við flór- og básgólf. Vera má að eitthvert rof hafi komist á
þak fjóssins í fyrstu gjóskuhríðinni, til þess gæti sumt af grófa
vikrinum bent. Þetta er þó ekki víst vegna þess að viðir hafa lík-
lega verið hirtir úr húsinu og upprunaleg lagskipting þá raskast.
Hins vegar hefur þakið í efri hluta fjóssins verið fallið þegar fín-
gerða fokaskan fyllti hlöðutóftina, en það sést af því að fokaskan
lá þar ofan á torfinu og vikrinum. Þessu er öðru vísi háttað í neðri
hluta fjóssins. Hann hefur staðið lengur en efri hlutinn, en það má
marka af því að askan hefur fokið inn um fjósdyrnar og hún lá þar
beint á flórlögninni.
í ljósi þeirra upplýsinga sem draga má af jarðlagaskipan í fjósi
og hlöðu má nú huga að bæjarhúsunum. Að sjálfsögðu var jarðlaga-
skipan þar raskað meira eða minna við rannsókn þeirra Þorsteins
Erlingssonar. Þó voru partar í sumum tóftunum sem þeir höfðu
greinilega ekki grafið. Þess hefur áður verið getið (bls. oo) að vikur-
salli hafi legið á gólfum í bæjarhúsunum. 1 samræmi við vitnis-
burðinn úr fjósi og hlöðu ber að túlka það þannig að bæjarhúsin hafi
staðið af sér gjóskuhríðina, en fíngerðu gosöskuna hafi skafið inn
um gólf eða hún borist inn eftir að vindur tók að feykja henni til.
Niðurstaðan af því sem hér hefur verið greint frá er að bæjar-
húsin og fjósið á Sámsstöðum hafi staðið af sér gjóskufallið úr
Heklu 1104, a. m. k. að mestu. Hins vegar hefur hlaðan, sem var
tóm og með veikbyggðara þaki, látið undan og þakið hrunið að nokkru
leyti. Bærinn hefur verið tekinn niður þegar gosinu slotaði og hefur
þá talsvert öskuf j úk verið komið inn um húsin.
Velta má fyrir sér hvort rannsóknin á Sámsstöðum geti leitt
eitthvað í ljós um hvenær árins Heklugosið mikla um 1104 varð.
Tveir hinna fornu annála, Annales regii og Oddverja annáll, nefna
sandfallsvetur. Hinn fyrrnefndi árið 1105 og hinn síðarnefndi
1106." Sigurður Þórarinsson hefur talið líkur benda til að gosið
hafi byrjað síðla hausts eða snemma vetrar. Eru þær líkur að sumu
leyti sóttar í annála, en hann telur einnig að gjóskan hafi fallið á
auða jörð vegna þess hve samfellt lagið er á norðvesturlandi.100
Nú telur Oddverja annáll að „sandfallsvetur hinn mikli“ og
9» Islandske Annaler (1888), bls. 111 og 473. Mishermt er í Sigurður Þórarins-
son (1967), bls. 24 og 38 og í Sigurður Þórarinsson (1968), bls. 24 og 38
að Lögmannsannáll nefni sandfallsvetur.
loo Sigurður Þórarinsson 1967, bls. 38 og Sigurður Þórarinsson (1968), bls. 38.