Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 131

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 131
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR 133 að tjaldið sé „þrykkt". Sýnilega hefur hann gefið tjaldinu talsverðan gaum og vissulega held ég að hann hefði ekki látið bóka að mynd- irnar væru þrykktar ef hann hefði ekki verið viss í sinni sök. Það stangast ekki heldur á við að tjaldið hafi verið „steint“ eða ,,málað“. Algengt var að myndir væru þrykktar á dúk en síðan handmálað ofan í og til viðbótar, eftir smekk og þörfum. Þannig tel ég víst að Vatnsfjarðartjaldið hafi verið unnið. Skrautverkið neðan við Þorlák helga mun t. d. vera þrykkmunstur. Á minnisblaði Árna segir að tjaldið sé „fallega málað, þó nú sé málverkið sökum elli dauft orðið“. Um nöfnin yfir höfðum dýrlinganna segir einnig að þau séu „máluð“. Ég dreg af þessu orðalagi minnisgreinarinnar fyrst og fremst þá ályktun að verkið á tjaldinu hafi verið ríkt og í mörgum litum, annars væri varla sagt „fallega málað“. Af hinu þarf enga ályktun að draga að ekki er þess jafnframt getið að verkið var að nokkru leyti þrykkt. Það gat höfundi greinarinnar fundist aðeins vera partur af ,,málverkinu“, eins og það líka var að vissu leyti. Það er því engin ástæða til að rengja Brynjólf biskup, heldur er langlíklegast að á Vatnsfjarðartjaldinu hafi verið þrykkt verk sem mikið hafi síðan verið handmálað í á eftir. Myndirnar á tjaldinu. Fyrirkomulagið á tjaldinu var slíkt, að eftir því endilöngu var ein röð helgra manna mynda og nafn hvers og eins ritað (málað) yfir höfði hans. 1 miðju var frelsarinn, Salvator, hon- um til hægri handar (vinstra megin frá áhorfanda séð) postularnir tólf, en hinum megin safn tólf annarra helgra manna. Um myndirn- ar af frelsaranum og postulunum er ekkert unnt að segja, því að teiknarinn hefur ekki dregið neina þeirra upp. Um nöfn einstakra postula er rétt að gera eftirfarandi athugasemdir til skýringar: Nr. 1. Matias, sem er yst á tjaldinu og fjærst frelsaranum, er sá sem bætt var í postulahópinn til þess að hann héldi fullri tölu þegar ekki var lengur hægt að telja Júdas Iskaríot með. Nr. 3. Iudas, er að sjálfsögðu ekki ískariot heldur Júdas Taddeus, sem einnig nefndist Lebbedeus. Nr. 4. Marcus, hlýtur að vera villa, annaðhvort á tjaldinu sjálfu eða í minnisgreininni, og mun eflaust eiga að vera Matteus. Markús var aldrei í lærisveinahópnum þótt hann væri guðspjalla- maður. Um nr. 7 og nr. 8, Jakobana tvo, mætti spyrja hvor væri Jakob eldri (Sebedeusson) og hvor Jakob yngri (Alfeusson). Þetta er smátt atriði, en ég hygg að það sé Jakob eldri, nr. 7, sem fær hina sérkennilegu viðbót „de Luttike" við nafn sitt, af ástæðum sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.