Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 171

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 171
SKÝRSLA UM ÞJÓDMINJASAFNIÐ 1975 173 Gunnar Bjarnason dvaldist um tíma að Sjávarborg í Skagafirði um haustið og setti klæðningu á kirkjuna gömlu, en eftir var þá að ganga frá klæðningu á þaki og gluggum til að kirkjan yrði fullbúin að utan. Gunnar vann einnig talsvert að smíði þjóðveldisbæjarins svonefnda, sem rís nærri Skeljastöðum í Þjórsárdal, en Þjóðminja- safnið á fulltrúa í byggingarnefnd bæjarins þótt það sjái ekki um byggingu hans á neinn hátt. Timburverkið er allt unnið hér syðra en húsin síðan, skáli og stofa, sett upp innan í tóftina á staðnum. Þá var unnið talsvert í Selinu í Skaftafelli, en sýnt þykir að end- urbygging bæjarins mun taka nokkur ár þó að illt sé að geta ekki unnið viðgerðarstörf sem þessi sem mest í einum áfanga. En því valda ýmsar ástæður, ekki síst fjárskortur, og er reyndin ævinlega sú, að slíkt verk verður að vinna á mörgum árum. Hafin var viðgerð kirkjunnar í Snóksdal, sem var þó ekki á veg- um Þjóðminjasafnsins, en safnið fylgdist með viðgerðinni. Viðgerð var hafin á Kálfatjarnarkirkju á árinu, og hafa þeir Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnarsson umsjón með henni á vegum safnsins. 1 Viðey var lokið við að ganga frá skífu á þaki stofunnar og síð- asta kvistinum og hafist var handa um að lækka gólfin og undirbúa viðgerðir á innveggjum og lagningu nýrra gólfa. Gengið var frá kaupum ríkisins á útihúsunum þar, fjósi og hlöðu, og er hugmyndin að endurbæta þessi hús smám saman og nota sem bátageymslu, en það er mjög brýnt að koma upp góðri geymslu yfir gömlu bátana. Hér má í sambandi við Viðey geta þess að Gunnar Gunnarsson skáld var jarðsettur í Viðey, en hann lést í nóvember og hafði kosið sér legstað þar fyrir sig og nánustu ættingja sína. Var hann jarð- settur norðan við kirkju, en ekki mun hafa verið jarðsett í Viðeyjar- kirkjugarði í um hálfa öld. Minni háttar viðgerðir og lagfæringar voru framkvæmdar við fleiri gamlar byggingar sem ekki er ástæða til að nefna sérstaklega, en ljóst er að á næstu árum verður að ráðast í stórvirki víða, einkum hvað snertir gömlu torfbæina, sem eru farnir að láta mjög á sjá, þótt gert hafi verið við flesta þeirra fyrir tiltöluiega skömmu. Torfhúsin ganga afarfljótt úr sér þegar þau eru ekki notuð og er eins og eðli- legur umgangur og eðlileg notkun hjálpi til að halda þeim við, enda þá meiri aðgæsla höfð á því sem úr lagi fer daglega heldur en verða vill þegar bæirnir eru aðeins skoðaðir margir hverjir með löngu millibili.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.