Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 3
FORNIR HÚSAVIÐIR í HÓLUM 7 norður til að mæla bæinn upp, ljósmynda og skrásetja athuganir. Þetta mun hafa verið í fyrstu viku ágústmánaðar. Verkið reyndist umfangsmeira en ég hugði í fyrstu, enda einn að vinnu. Mér tókst þó að ljúka gerð grunnmyndar, teikna lang- og þversnið af skála, taka strikamót og ljósmynda. Skömmu seinna gerðist ég skólastjóri og hafði öðrum hnöppum að hneppa og verkið fór í salt. Rúmlega tíu árum síðar var þráðurinn tekinn upp að nýju. Sumarið 1977 dvaldist ég tvívegis í Hólum, dagana 4.—6. júlí og 11.—12. september við frekari mælingar og athuganir, gerði lang- og þversnið af skemmu, sérmældi ýmsar fornar húsaviðaleifar og ljósmyndaði frekara. Enn var ég í Hólum seinnipart síðastliðins sumars til frekari athugana. Mér varð fljótt ljóst að ég gat ekki að svo komnu máli gert öllum húsum þau skil sem ég hefði kosið. Hinsvegar taldi ég mikilvægt að koma á framfæri í þessum áfanga niðurstöðum af rannsóknum á hin- um fornu viðum er bærinn geymir, enda er það markmið þessarar ritsmíðar framar öllu. Nauðsynlegt er og að taka fram að aðstæður á staðnum eru að ýmsu leyti erfiðar til gagngerðrar skoðunar. Bærinn er enn brúkað- ur sem geymsluhús fyrir tól og tygi, amboð og ílát heimamanna. Af því leiðir að oft er erfitt að komast að hinum einstöku byggingar- hlutum. Ef vel ætti að vera þyrfti hreinlega að taka húsin ofan til þess að komast að nauðsynlegri vitneskju um ýmsar samsetningar og smærri smíð, sem við núverandi aðstæður er hulin sjónum. Vit- anlega ber að stefna að því þegar tími og tækifæri gefst. Öll sagan um fornviðasafnið í Hólum er því ekki enn sögð. Húsaskipcm. Hólar liggja framarlega í Eyjafjarðardal skammt norðan undir framhlaupshólum sem þar fylla dalinn um þvert og bærinn tekur augljóslega nafn af. 1 Hólum hefur löngum staðið kirkja og stendur enn, bændakirkja. Torfbærinn gamli snýr fjórum þilstöfnum mót vestri (1., 2. og 3. uiynd). Syðst er skáli, þá bæjardyr, stofa og nyrst skemma. Úr innri bæjardyrum er annarsvegar gengið til stofu en hinsvegar til ganga. Fremst í göngum eru dyr til skála, en innar er eldhús á aðra hönd en búr á hina. 1 raun eru eldhús og búr í einni tóft og göngin milli þeirra mörkuð þiljum. Úr eldhúsi eru dyr til norðurs í fjós. Áður voru göngin lengri og náðu til baðstofu, sem var aftast húsa, en er nú horfin. Suður af sundinu milli skála og búrs er veggspotti, leifar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.