Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 13
FORNIR HÚSAVIÐIR í HÓLUM
15
orðin. Við hlið hennar voru nokkrar strikaðar spýtur nú horfnar (16.
mynd).
Á viðum skemmunnar eru fernskonar strikgerðir, laggarstrik á
sperrunum tveim, rómanskt kílstrik á Hólafjöiinni og' tvö afbrigði
i’ómanska kílstriksins á syllunum, bitunum og stöfunum tveim, ásamt
tveim fjölum í rjáfri (28. mynd).
Framstafn er þiljaður með listasúð. Á honum eru dyr við norður-
vegg og tveggjarúðu gluggi á miðju, en timburbjór með glugga að
aftan, loftræstistokk í mæni, flór, beislum og jötu frá þeim tíma
að skemman var notuð sem fjós. Sú innrétting er aðeins sýnd í þver-
sniði, til þess að aðalatriði í uppbyggingu skemmunnar komi betur
fram. Uppbyggingu þeirra húsa, sem nú hefur verið lýst, má skipa
í tvo aðalflokka. Á skála og skemmu er klárt og kvitt stafverk en á
stofu, bæjardvrum, búri og eldhúsi er bindingsverk.
Strikgerðir.
Næst á dagskrá er að reyna að gera sér grein fyrir aldri og upp-
runa fornra viða í Hólabæ, stöðu þeirra og stellingu. Áður en það
verður gert er rétt að flokka þá eftir strikgerðum. Það má líka velta
ögn fyrir sér gerðþróun strikasniðsins (8. mynd).
1
7
8
4
9
10
8. mynd. Strikagcrðir l Hólabæ. M 1:2.
1. Laggarstrik. Laggarstrikið er eins og nafnið bendir til líkt og
lögg í laginu. Það er eitt algengasta strikið í norsku stafkirkjunum