Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 14
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og á sér langan aldur hérlendis að því er virðist. Með því striki eru
tvennar sperrur í skemmu, alls 4 tré.
2. Rómanslct kílstrik. Rómanska kílstrikið, sem ég leyfi mér að
kalla svo, er myndað af víðum u-laga kíl og tveim v-laga skorum
báðumegin við u-ið. Strik þetta ásarnt laggarstrikinu var lang-algeng-
ast á norsku stafkirkj unum og hefur að því er virðist veiið lengi í
notkun hérlendis. Útskorna fjölin í skemmuræfrinu er prýdd þessu
striki. Hún er talin frá 11. öld. Á syllu skálans á Keldum, sem á
er rist ártalið 1641, er þetta strik. Alls 1 tré.
3. TilbrigSi við rómanskt kílstrik. Eftir því sem næst verður kom-
ist sýnist munurinn á þessu striki og rómanska kílstrikinu vera sá
að öðrumegin kílsins er eins og eggin sé þverskorin og skoran þeim
megin meira í ætt við lögg en v-laga skoru. Eina hliðstæðan, sem ég
hef getað fundið, er á ílátsbrún úr haugi Ásu drottningar. Með þessu
striki eru syllurnar tvær í skemmu og syllubútarnir í innsta staf-
gólfi, bitar tveir, stafir tveir og fjalir tvær í rjáfri. Auk þess ein
súðfjöl í stofulofti, alls 11 tré.
U. Tvöfalt rórnanskt kílstrik. Eins og nafnið bendir til er þetta strik
tvö rómönsk kílstrik sett saman, þannig að eitt v er látið nægja
milli kílanna. Skorurnar eru þó ekki með skörpu horm að neðan né
að ofan. Enga beina hliðstæðu hef ég fundið frá Noregi. Með
þessu striki eru tvær sperrur í eldhúsi og ein í búri, tveir stafir í
búri, tvö langbönd í búri og langbandsbútur í eldhúsi, tvö tré í búri,
sem gætu hafa verið skammbitar, og bútar tveir í árefti eldhúss,
Þiljur tvær í búri, þrjár í palli til stofu og ein í stofulofti, fjórir
stafir i innri bæjardyrum og einn stafur í skála, alls 26 tré.
5. Tvöfalt rómanskt kílstrik með bandi. Á bogskornu syllunni eru
strikin slitin. Eftir því sem næst verður komist er það innra myndað
af tveimur rómönskum kílstrikum það langt hvort frá öðru að band
myndast milli v-anna. Væri þetta strik skýrt upp er ekki annað að
sjá en það líkist dæmi sem Arne Berg sýnir í Kulturhistorisk Leksi-
kon frá ræfri Trondeneskirkju. Hún er sögð frá seinni hluta 15. ald-
ar. Sama tré og getið er undir 3 hér að ofan.
6. Tvískorustrik. Þetta strik er aðeins tvær skorur með sama sniði
og v-in í tvöfalda rómanska kílstrikinu og afbrigðum þess. Eina er-