Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 18
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
dóttur, eiganda og ábúanda Hóla, að faðir hennar Jón Ólafsson, sem
er einmitt að taka við jörðinni 1881, hafi byggt upp stofuna að inn-
anverðu og sett í hana kjallara í leiðinni árið 1892. Stofunnar er
ekki getið í sjálfri úttektinni, er tekin upp í álag og sögð „stofa
óþiljuð". Ég hef sterkan grun um að Jón bóndi hafi gert meira en
að innrétta stofuna, hann hefur smíðað nýtt útþil og látið skálann
fylgja. Frágangur á skála- og stofustöfnum er svo áþekkur að þar
hefur sama smiðshönd um vélt og næsta líklega á sama tíma. Meðan
ekki kemur annað í Ijós tel ég skálastafninn frá 1892. Minni sporin
þrjú á stafnbita nr. I gætu hugsanlega verið eftir gluggana sem frá
segir í úttektinni 1881 (14. mynd).
Um enn annað fræðir úttektin okkur. Skálinn hefur verið þiljaður
niður að miðjum stöfum árið 1881. Þar segir m.a.: „syllur á miðjum
stöfum og þiljað á milli syllna, en nú vantar nokkrar fjalir í austur-
stafn“. Hvað segja ummerkin í skálanum um þetta atriði? Á átta
stöfum skálans eru smíðaummerki, sem greina má í tvo flokka, gróp
annars vegar og spor hins vegar og snúa ýmist inn í húsið eða eru á
hliðum stafnanna (12. og 13. mynd). Nú er sagt í úttektinni að syllur
séu á miðjum stöfum. Minni sporin á hliðum stafanna, sem gætu
verið eftir slíkar miðsyllur, standast þó engin á. Stærri sporin geta
tæplega verið eftir syllu, frekar rúmstokka og bríkur. Engin sam-
svörun er heldur milli þeirra. Á staf nr. 1 og 6 eru spor og gróp á
þeirri hiið sem inn að torfstafni snýr. Hafi dyrnar ávallt verið á
sínum stað, er það tortrvggilegt að spor á næstinnsta staf sömu meg-
in og ayrnar, nr. 7 á teikningu, skuli snúa eins og það gerir. Hefði
sylla verið í því og gengið í spor í innsta staf, væri ekki hægt að ganga
inn í skálann. Ennfremur má benda a að grópin neðan á bitum I, III
og V eiga sér enga samsvörun í þeim stöfun er þeir hvíla á. Ómögu-
legt er að verjast þeirri hugsun, að öllum stófum hússins hafi verið
ruglað eða þeir hreinlega endurnýjaðir eftir lh81. Enn er frá því að
segja að grindin eins og hún stendur nú er kirl'ilega samanmerkt með
grunnum og nokkuð kæruleysislega ristum smíðatölum. Vart verður
önnur ályktun af þessu dregin en að húsið hafi verið í einhvern tíma
tekið niður og sett upp aftur nákvæmlega eins og það var eftir
að stöfum var ruglað eða breytt. Sé þetta rétt má e.t.v. setja aðra
aðgerðina í samband við stafnsmíðina.
Ilitt er verra að erfitt reynist að stilla stöfum svo saman að unnt
sé að fá sporin á stöfunum til að standast. á. Sporin á hliðum staf-
anna eru tvennskonar, ýmist há í laginu eða lág. Um neðri brún
sumra þeirra má með g'óðu móti segja að hún sé í nokkrun veginn