Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 24
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS grynnra, nær rúmlega dýpt grópsins og liggur milli hinna tveggja í 12 cm fjarlægð frá því nyrðra. Ofan á næstfremsta bita nr. II eru fjögur spor og gróp út frá því syðsta út í sperrutá. Miðsporin tvö eru samhverf um miðju líkt og á miðbitanum, þau eru líka svipuð að stærð og bilið á milli þeirra næstum það sama eða 63.5 cm. Hin sporin tvö samsvara svo að lögun og stöðu sporunum á næstinnsta bita. Á skálabita nr. I eru fjögur spor, eitt stórt og nær í gegnum bitann og þrjú minni jafnstór. Tvö annarsvegar miðsporsins en eitt hinsvegar (14. mynd). Hvers konar smíð hefur nú verið í þessum grópum og sporum? Ekki verður þeirri hugsun varist að hér séu komin ummerki eftir dyrustafi, rúmstuðla og þil. Miðbitinn er efnismeiri en önnur þver- tré skálans að fremsta bita undanskildum, enda eru smíðaummerki neðst á honum, auðsæilega spor eftir dyrustafi, dróttir og þil. Um grunna sporið er vandara að segja. Ekkert í íslenskri eða norskri stafsmíð samsvarar því. Enga skýringu kann ég á tilvist þess. Ekkert gróp er í stöfum þeim tveim sem uppi halda miðbitanum. Ýtir það undir þá skoðun að stöfum hafi verið víxlað eða þeir hreinlega end- urnýjaðir. Stafur nr. 9 er með grópi, sem gæti verið undan heilþili, og hefði þá einhvern tíma stutt undir annan enda miðbitans. Engin vissa er þó fyrir því og ekkert strik er á honum sem bendir til þess. Hafi bitinn frá upphafi vega verið þar sem hann er nú, bend- ir það til þess, að skálinn hafi verið þiljaður í sundur í miðju í kvenna- og karlaskála. Miðbitinn gat einnig hafa verið fluttur til við endurbyggingu. Tveir staðir koma þá til greina, þ.e.a.s. við stafna. Nú er auðsjáanlega upprunalegur biti við innstafn. Sá stað- ur er þá úr sögunni. Hvað með útstafninn ? Bitinn þar gæti og verið á sínum stað. Flest bendir því til þess, að skálinn hafi einhvern tíma verið sundurþiljaður, en þó aðeins undir bita. Auðvitað kemur manni ekkert annað í hug en rúmstafir, þegar at- hyglin beinist að sporunum á næstinnsta bita. Undarlegt er hversu rúmstæðin hafa verið mjó, 76 cm það nyrðra og 56 cm það syðra. Látum vera það breiðara, þó mjótt sé, en 56 cm breið rekkja er varla nema handa barni. 1 úttektum hef ég rekist á barnarúm í skál- um, en þau eru þá vanalega þversum við stafna. Hefur þá skálinn líka verið mjókkaður? Óneitanlega dettur manni það í hug. Tortryggileg eru og sporin ofan á næstfremsta bita. Hefur honum ekki verið snúið við? A.m.k. eru engin spor í sperrunum fyrir ofan, sem samsvari bitasporunum. Hafi sporin eitt sinn snúið niður, væri hægt að skýra grópið sem leifar stafn- eða lokrekkjuþils, og sporin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.