Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 26
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þau minni væru þá eftir rúmstafi en þau stærri eftir einhverskonar
dyrustafi. Gallinn við skýringuna á dyrustafasporunum er bara sá,
að engin gróp eru sýnileg á bitanum eftir þil. Hvaða tilgangi hafa
þeir þá þjónað, dyrustafirnir atarna? Eitt er þó víst, að sögn um
lokrekkju fylgir skálanum.
Að svo komnu máli verður ekki lengra komist í skýringum á
smíðaleifum skálabitanna, og verður nú að snúa sér að næsta máli,
en það er staða áfella í skágrindinni. Frágangur á þeim bendir óneit-
anlega til þess að stafirnir allir séu yngri en yfirgrindin, þ.e.a.s.
syllur, bitar, sperrur og langbönd.
Samanburðarefni er að vísu rýrt, svo ekki sé meira sagt. 1 raun-
inni aðeins eitt frá Islandi en ögn fleiri frá Noregi. 1 skálanum á
Keldum á Rangárvöllum liggja áfellurnar beint ofan á syllum, landa
að framan og eru skorðaðar milli stafeyrnanna. Svipað fyrirkomulag
má sjá í kirkjunum á Grip og Kvernes í Noregi. 1 skálanum í Hólum
er áfellum aftur á móti tyllt í sætisspor á hliðum bitaenda og liggja
innar og ofar en syllur. Hér við bætist grunur um að stöllunin á
stafahöfðum sé tiltölulega ung smíð. Á Keldum og í Noregi er bitinn
felldur í klofa á stafahöfði og læsist í sylluna með haki. Það þarf
reyndar ekki að fara lengra en inn í skemmuna í Hólum til að sjá
þetta fyrirkomulag. I skálastöfunum er enginn slíkur klofi heldur
stallar efst, sem bitinn fellur yfir. Líkist sú smíð mjög frágangi á
stöfunum í klukknaportinu frá Möðruvöllum, sem er sannanlega frá
seinni hluta 18. aldar. Hlutverk áfellunnar er að loka bilinu milli
reisifjalar og syllu. Rifan á milli syllu og áfellu stingur því strax í
augun. Tæpast verður þeirri hugsun varist, að hér hafi einhverju
verið klúðrað, upphaflega hafi áfellurnar legið svo sem á Keldum og í
áðurnefndum kirkjum í Noregi, verið skorðaðar í endann af eyrum
efnismeiri stafa (45. og 46. mynd).
Enn eru ummerki í skálagrindinni, sem styðja þá skoðun að stafir
allir séu yngri en yfirgrind. Hér á ég við smiðsmerkingar. 1 skálanum
eru a.m.k. tvær tegundir slíkra merkja. Annarsvegar eru tiltölulega
djúprist merki sem liggja hornrétt á viði. Hinsvegar eru lausskornari
og óvandaðri merki sem eru skásett. Þau síðarnefndu eru fljótvirkn-
islegt krass, en hin fyrrnefndu hinsvegar settleg og breiða ekki eins
úr sér. Það sem meira er um vert, ekkert af hinum vel unnu merkj-
um eru á stöfunum, heldur einungis á yfirgrindinni. Aftur á móti
eru krassmerkin í stöfum, syllum og bitum. Af þessu öllu er tæplega
hægt að draga aðra ályktun en þá að stafirnir hafi allir verið settir
seinna í húsið en yfirgrind. Yfirgrindin, þ.e. syllur, bitar, sperrur og