Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS undanfarin ár rannsakað ítarlega grunnmyndarþróun íslenska torf- bæjarins, einkum seinustu þrjár aldir. Gögnin sem unnið hefur verið úr eru næstum eingöngu úttektir. Niðurstöður af þessari rannsókn hafa ekki enn verið birtar, en hér skal gerð grein fyrir þeim helstu. Ljóst er að stofunni er snúið fyrst. Sú þróun hefst á stórbæjum á seinustu áratugum 18. aldar og fram á fyrri hluta þeirrar 19. Staða skálans breytist síðar og yfirleitt ekki fyrr en um og eftir miðja 19. öld. Stundum kom þó fyrir að skála og stofu var snúið samtímis. Hér skulu nú nefnd nokkur dæmi um þessa þróun í Eyjafirði og nær- liggjandi héruðum. Fornri stöðu skála var breytt í Glaumbæ í Skaga- firði 1890, á Hrafnagili á íímabilinu 1833—39, í Laufási 1877, á Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu 1811—26. Á eftirfarandi bæjum held- ur hann enn stöðu sinni óbreyttri, á Reynistað 1884, á Munkaþverá 1821 og í Möðrufelli 1880. Af þessu stutta yfirliti ætti að vera ljóst að staða skálans í bæjarþorpinu á Hólum var önnur fyrr meir, hann hlýtur að hafa legið samsíða hlaði. Þegar legu hans var breytt varð að sjálfsögðu að taka húsið niður, trésmíð og torfverk. Hvenær það hefur verið gert er ekki hægt að segja til um upp á ár, en af dæm- um sem tilgreind voru hér að ofan er engin goðgá að ætla það gjört á miðri 19. öld. Tvenn munnmæli fylgja skálanum í Hólum að sögn Geirlaugar Jónsdóttur. Sú fyrri segir frá því að séra Einar Thorlacius í Saurbæ hafi tekið lokrekkju úr skálanum og flutt að Miklagarði. Sú síðari hermir að Magnús Benediktsson hafi látið reisa skálann. Hugsast gæti að þeim feðgum séra Einari og föður hans séra Hallgrími sé hér rugiað saman. Hallgrímur bjó í Miklagarði og vissa er fyrir því að hann átti Hóla. Ekki er ólíklegt að setja megi þessa sögu um lok- rekkjuna í samband við ofantöku og endurbyggingu skálans. Húsið er framar öllu byggt upp aftur sem geymsluhús eins og svo margur skálinn á þeirri tíð. Hætt var að sofa þar, þeir fengu nýtt hlutverk. Engin dæmi þekki ég um að rúmstæði fylgi þessum fornu svefnhús- um eftir að stöðu þeirra er breytt. Nú eignast séra Hallgrímur Hóla árið 1801 og hann lést árið 1842. Sé hér rétt ályktað urn nafnarugl- ing á þeim feðgum, ýtir það enn undir þá skoðun að skálinn sé tek- inn niður rétt fyrir miðbik 19. aldar. Ekkert er því til fyrirstöðu að sögnin um að Hóla-Magnús hafi látið reisa skálann sé rétt. Vissulega eru viðirnir í yfirgrind skálans í Hólum með elliblæ, en strikun þeirra er tiltölulega lítt slitin og gerð þeirra er ekki miðaldaleg. Að vísu er vitneskja okkar um gerðþróun strika ekki mikil, en lagið bendir til barokktímans. Við fyrstu sýn er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.