Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 38
40 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS styttri hafa þau snúið út í veður og vind án sýnilegs notkunargildis. Alls engin gróp eru á stöfum nr. 1, 3, 4, 6, 8 og 9. Augljóst er því að skemman hefur aldrei verið þiljuð og þessvegna hafa syllu- og stafagrópin verið notuð við aðrar aðstæður, í öðru eða öðrum húsum. Sama er uppi á teningnum sé litið á stafi 1, 4 og 9. Þeir eru allir með sporum neðarlega á hlið, eitt þeirra nær í gegn á nr. 4, hin rúmlega inn á miðjan staf á nr. 1 og 9. Engin þeirra standast á og hljóta því stafirnir að hafa verið notaðir annars staðar áður en í skemmuna kom. Auk þess eru 3 og 9 strikaðir á einu horni rúmlega til hálfs niður og ættu þá eftir öllum sólarmerkjum að dæma að vera tví- notaðir. Manni virðist einnig að laggarstrikuðu sperrurnar og kíl- strikuðu bitarnir séu aðskotadýr, og hvaða erindi á gluggurinn hér, ég tala nú ekki um útskornu fjölina frægu? Er þá annað en að ítreka það sem svo oft hefur verið ýjað að hér að framan, að flestir viðir skemm- unnar í Hólum, sem einhver forn smíðamerki bera, hljóti að vera komnir úr öðrum húsum. Hvaða húsum? Því er vandsvarað. Engu að síður verður að reyna að velta fyrir sér spurningunni. JJm tvær kirkjur í Hólum. Nú víkur sögunni annað. 1 Hólum hefur kirkja staðið frá ómuna tíð. Til eru fornir máldagar er lýsa búnaði hennar, en það er fyrst á ofanverðri 17. öld sem við með hjálp vísitasíubóka fáum að skyggn- ast þar um gáttir. Árið 1674, þann 1. ágúst, er Gísli biskup Þorláks- son í Hólum að skrifa upp kirkjuna þar. Upp frá þeim degi er unnt með sæmilegu móti að fylgjast með kirkjubyggingum í Hólum næstu þrjár aldir. Af lestri tiltækra heimilda er ljóst að tvær kirkjur hafa staðið í Hólum þetta tímabil á undan timburkirkjunni sem þar er nú. Til bægðarauka skulum við kalla þær torfkirkju I og II. Af gamalli reynslu þætti mér margt ótrúlegra en finna mætti slátur úr þessum horfnu guðshúsum á staðnum. Ég hef alltaf haft hugboð um að eitthvað af hinu fjölskrúðuga fornviðasafni í Hólum væri úr horfinni kirkju eða kirkjum. Einkum er það eldri kirkjan af tveim fyrirrennurum timburkirkj unnar, sem ég hef augastað á. Lítum nánar á hana. Engin leið er nú að segja til um aldur hennar þegar hún kemur fram í birtu sögunnar. Hitt vitum við, að hún er tekin niður 1774. Hver biskupinn eftir annan kemur í Hóla og lýsir kirkjunni. I fyrstu nokkuð knapplega en seinna ítarlegar. Að vanda er mestur fengur að orðum Gísla Magnússonar, ekki síst fyrir þá sök að hann einn allra þessara hálærðu manna lætur mál fylgja. Enn verður að víkja ögn af braut sögunnar með því að segja í ör-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.