Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 51
FORNIR HÚSAVIÐIR í HÓLUM 53
til þess að fjölin sé ekki á hvolfi. Hvað er þá til ráða? Á það má þó
benda, svo aftur sé vikið austur um haf, að í kórum sumra norsku
stafkirknanna eru einmitt svona gluggaborur ofarlega á þili og vita
út í umgöngin. Ekki vita menn nú með neinni vissu hvaða hlutverki
þeir gegndu. Þjóðsagan segir að undir þeim hafi hinir holdsveiku
mátt dúsa, svo heyra mættu ögn í messusöngnum fyrir innan. Flestir
útigluggar norsku stafkirknanna eru aftur á móti kringlóttir og fyr-
ir ofan útbrot. Nú eru umgöng norsku kirknanna yngri en þær, svo
gluggur á kórhliðþili gat einfaldlega verið birtugjafi fyrir altarið
og þá sem þar þjónuðu. Að mínum dómi útheimtir gluggurinn í Hól-
um timburhús, a.m.k. að hluta til. Að minni hyggju gæti gluggur-
inn margnefndur verið vindauga það á frambjór torfkirkju I sem
séra Erlendur víkur að í sinni ágætu vísitasíu. ,,Á frambjórnum er
eitt vindauga", segir hann í lok upptalningar um glugga kirkjunnar.
Samkvæmt landsvenju eru slík vindaugu á miðjum bjór. Eftir því
að dæma hefur gluggfjölin verið miðjuþilja í efra gafli torfkirkju I.
Hinsvegar er fjölin að sjá full-löng til þess að falla milli skammbita
og bita í torfkirkju 1 en gæti hæglega hafa verið í gafli torfkirkju II
þó þess sé ekki getið í vísitasíum. Klæðningin á þeirri síðarnefndu
er ekki háð grindinni eins og í stafverki torfkirkju I og gæti því hafa
náð frá efri brún dyra upp í mæni (22., 27. og 48. mynd).
Enn ætla ég að vera við sama heygarðshornið og víkja frá suður-
þekju að þeirri nyrðri í skemmunni í Hólum. Þar lá skorna fjölin
fræga á langböndum, kirfilega skorðuð af öðrum reisifjalvið. Ekki
er nú tími eða tækifæri til að hugleiða uppruna hennar og stöðu í því
húsi sem hún var fyrst sett í. Það verður að bíða betri tíma. Ég leyfi
mér aðeins að víkja aftur að einum stað í skoðunarg'jörð Sigurðar
biskups Stefánssonar. Hann er að lýsa kórskilum torfkirkju II: „hins-
vegar frá kórdyrastaf til prédikunarstóls er einn höggvinn stafur og
fjöl þar ánegld við hverja prédikunarstóllinn styðst, fjölin er ofantil
aukin, eins og hinsvegar undir bitanum, sem ogsvo er negld á höggv-
inn staf.“ Við þetta má svo bæta að bæði Einar Þorsteinsson og Steinn
Jónsson geta þess um torfkirkju I að á framstafni hennar séu „út-
höggnar vindskífur". Erfitt er að gera sér grein fyrir hverskonar út-
búnaður það er, sem Sigurður biskup er að lýsa. Eru bæði fjölin og
stafurinn úthöggvin ? Getur verið að úthöggni stafurinn sé það veik-
ur að hann þurfi styrk af fjölinni? Nú er þess ekki getið að torf-
kirkja II hafi verið með úthöggnum vindskeiðum. Því er enn spurt,
eru þetta vindskeiðarnar úr gömlu kirkjunni, sem karlarnir hafa
komið fyrir við prédikunarstólinn ? Og síðan aðalspurningin: Er Hóla-