Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 56
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sperrukverkar hinsvegar er þó það sama, einn þriðji. Bilin milli lang-
bandasporanna í Víðimýrarkirkju eru ójöfn en hnífjöfn í Grafar-
kirkju. Forvitnilegt væri að bera bæði dæmin saman við sperrurnar
í Hólum og sjá hvað út úr því kæmi. 1 Gröf er bilið frá neðri brún
á neðri brún langbanda 50 cm, einnig það frá sperrutá að fyrsta lang-
bandi. Hinsvegar er fjarlægðin frá neðri brún á efsta langbandi í
sperrutopp ekki nema 45 cm. Ef við framlengjum syðri sperrur í eld-
húsi með þessum hætti með 66 cm bili og 14 cm langbandsbreidd og
höfum bilið aðeins styttra efst sem nemur sama hlutfalli og í Gi'öf,
þá verður sperruleggurinn 3.34 m á neðri brún. Sé sperrunum hugs-
að tyllt á bita sem aftur væri í staf og í þeim staf sylla með líku
sniði og í Gröf væri slíkt hús 4.85 m á breidd innan syllna.
I Víðimýrarkirkju eru langbandabilin nokkurn veginn jöfn á bilinu
70—80 cm nema efst og neðst. Fjarlægðin frá efsta langbandi í
sperrutopp er í svipuðu hlutfalli við bilin og í Gröf, en það neðsta er
einungis langbandsbreidd ofan við sperrutá. Væru langbandasporin
á Hólakjálkunum hugsuð sett með því móti yrði húsið um 4.16 m á
breidd.
Enda þótt efra borð sperrukjálkanna sé nokkurnveginn samstætt
er frágangur á neðra borði þeirra með fernu móti. Á einu parinu eru
spor eftir skammbita á hlið og gróp eftir þil að ofan og neðan. Á öðru
er líkur umbúnaður nema skammbitinn hefur gengið inn í sperruna að
neðan og grópið nær aðeins að skammbita. Á því þriðja er einungis
gróp að neðan. Á því fjórða er ekkert nema langbandasporin. Af
þessu hlýtur að leiða að þil hefur verið í þremur af sperrunum.
Skammbitarnir hafa þá annars vegar verið með gróp á báðum
köntum og hinsvegar á öðrum. Nú vill svo til að tvö slík tré eru
í árefti búrs. Annað þeirra, sem hefur gróp ofan og neðan, er um 11
cm breitt en sporin á bilinu 10—12 cm. Af þeim sökum er ekkert til
fyrirstöðu að þetta tré hafi getað legið sem skammbiti í sperrunum.
Um hitt er vandara að segja, þar sem það hefur gengið í tappa
beint inn í sperruna. Bæði þessi skammbitabrot liggja þannig nú
í árefti að erfitt er að komast að endum þeirra. Eg gat þó þuklað
annan endann á þeim sem trúlega gengur inn í sperru og þóttist
merkja fláa á því. Þessi skammbiti er mjórri og breiðari.
Af þessu má ráða að hér ættu að vera komnar tvær sperrur úr
gaflþili og einar úr einhvers konar inniþili. Nú hafa skammbitar
verið í öðru þilinu, en ekki hinu. Þetta er þó ekki víst, því að sperru-
bútarnir, sem engin spor hafa eftir skammbita, gætu hæglega verið
leifar af neðri hluta kjálka.