Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 65
SVEINBJÖRN RAFNSSON
NÝ HEIMILD UM
BJARNASTAÐAHLÍÐARFJALIR
Athuganir um varöveislu fornra húsaviÖa.
Eftirfarandi greinar eru teknar saman til þess að bregða nokkru
Ijósi á varðveisluferil hinna merku útskornu fjala frá Bjarnastaða-
hlíð og Flatatungu í Skagafirði sem nú eru varðveittar í Þjóðminja-
safni, Þjms. 8891 a-m og Þjms. 16296.
I
Júníus Kristinsson cand. mag., skjalavörður í Þjóðskjalasafni
benti mér árið 1975 á bréf sem hann hafði rekist á í skjaladyngju frá
Jóni Þorkelssyni í Þjóðskjalasafni um skóla, skólapilta og kjör
þeirra. Hafði hann tekið eftir því að bréfið fjallaði um hinar út-
skornu fjalir sem dr. Selma Jónsdóttir ritaði um.1) Það varð að ráði
að ég kæmi skjalafundi þessum á framfæri og skýrði jafnframt stöðu
þessarar heimildar og þýðingu í rannsókn hinna skagfirsku húsa-
leifa.
Bréf þetta er ritað 1. september 1875 að Tunguhálsi í Skagafirði
af Jónasi Jónassyni, síðar presti á Hrafnagili, þá 19 ára gömlum.
Það er ritað með jafnri og snoturri snarhönd. Viðtakandi bréfsins
var sveitungi Jónasar, Guðmundur Þorláksson, 23 ára gamall stú-
dent sem lagði stund á norræn fræði í Kaupmannahöfn. 1 bréfinu
kemur fram að það er svar við bónarbréfi Guðmundar til Jónasar
dagsettu 20. febrúar 1875. Bón Guðmundar hefur verið að Jónas léti
honum í té iýsingu og teikningu af útskornum myndum á fjölum í
Bjarnastaðahlíð og bæri þær saman við útskornar fjalir í Flatatungu.
Mun síðar rætt um ástæðurnar til þessarar bónar Guðmundar. Guð-
mundur Þorláksson dó 1910 og er ekki kunnugt um feril þessa bréfs
frá Jónasi hér á Islandi að öðru leyti en því að ókunnir höfundar eft-
irmæla eftir Jónas Jónasson í Þjóðólfi 1918 virðast hafa þekkt það.2)
Jónas hefur samkvæmt bréfinu verið veturinn áður í Goðdölum hjá
1) Selma Jór.sdóttir, Byzönzk dómsdagsmynd í Flatatungu. Reykjavík 1959.
2) Þjóðólfur 1918, bls. 85.