Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 71
NÝ HEIMILD
73
bók hans 7. september 1874.3) Neðanmáls í Islandslýsingardrögun-
um segir svo:
Billederne i Bjarnastadahlid ere af samme art; man ser dele
af nogne menneskeskikkelser, underdelen af en hest, forskellige
forsiringer o. s. v. Ogsá her bruges fjælene som indre tagbeklæd-
ning i et græstorvs-hus, og uheldigvis skal for nylig billedsiden pá
adskillige fjæle være vendt ind ad mod taget.
Pá oven nævnte fjæle er altsá figurerne fremstillede i ikke op-
höjet arbejde.
Eins og Kristján Eldjárn hefur bent á kom Kálund aldrei að
Bjarnastaðahlíð á ferðum sínum urn Island. Hann hefur því ekki
getað séð fjalirnar þar.4 5 6) Augljóst er að bréf Jónasar til Guðmund-
ar Þorlákssonar er heimild Kálunds í þessaiú neðanmálsgrein í Is-
landslýsingardrögunum. Jafnframt er ljóst að bréfið er traustari
heimild en frásögn Kálunds um líkindi fjalanna í Flatatungu annars
vegar og Bjarnastaðahlíð hins vegar. Jónas talar af eigin raun;
hann hefur séð fjalirnar á báðum stöðum.
1. mynd Jónasar er greinilega af Þjms. 8891 h, 2. mynd er af fæti
á sömu fjöl sbr. ummæli Jónasar á bls. 69, 3. mynd af glataðri fjöl, 4.
mynd af giataðri fjöl, 5. mynd af glataðri fjöl, 6. mynd sennilega af
glataðri fjöl, þar eð vangamyndin snýr öfugt við annars svipaða
mannsmynd á Þjms. 8891 e, 7. og 8. mynd eru augljóslega af Þjms.
8891 kA)
II
Um varðveislu viða úr kirkjum er rétt að benda á að í kaþólsku
var samkvæmt kirkjulögum bannað að nota kirkjuviði í veraldleg
hús.°) Vígslan virðist þar hafa skipt máli en við úr heiðnum hofum
3) Kr. Kálurnl, Riclrac: til eri historisk-topofírafislc Reskrivelso af Island II.
Kjobenhavn 1879—82, bls. 71. Lbs. 3749, 8vo, 9.
4) Kristján Eldjárn. Ræða við doktorspróf 16. janúar 1960. Árbók bins ís-
lenzka fornleifafélaKS 1960, bls. 103.
5) Til að auðvelda samanburð eru hér á bls. 74-75 birtir uppdrættir af Bjarna-
staðahlíöarfjölum eins og þær eru bókstafsmerktar í Þjóðminjasafni. Sjá
enn fremur Kristján Eldjárn, Car\'ed Panels from Flatatung'a, Ice-
land. Acta Archaeologica Vol. 34 bls. 96—7, eða Hermann Pálson, I orms gini.
Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1959, bls. 112.—13.
6) Ligna ecc.lesiae non dehent ad aliud opus jungi ..., segir í fornum skrifta-
boðum, sjá F. W. H. Wasserscbleben, Die Bussordnungen der abendlánd-
ischen Kirche. Halle 1851, bls. 201.