Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 74
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að leg-g-ja við til húsa á leigujörðum, og aðrir landeigendur léku það
eftir við leiguliða sína.12) Áhugi landeigenda á viðarreka hefur án
efa farið minnkandi af þessum sökum. Leiguliðar áttu óhægt með
viðarkaup af eigendum rekajarða. Húsnæðismálum landsmanna var
stefnt í óefni.
Árangur þessarar kúgunar á leiguliðum er alkunnur; þorrinn af
bújörðum á Islandi var leigujarðir og húsakostur versnaði ákaflega,
býlin urðu að moldarhrúgum svo að notuð séu orð Tómasar Sæ-
mundssonar.13) Alþýða manna barðist við „að halda uppi kofunum
yfir höfði sér: byggja þá upp aftur og aftur í rúm 200 ár af sömu
viðum að kalla.“14) Þetta er í stórum drát-tum sögulegt baksvið þeirra
fátæklegu húsaleifa sem enn eru varðveittar á Islandi frá miðöldum.
Þær hafa gengið gegnum hreinsunareld hörmunga og nýlendukúg-
unar.
111
1 umræðum um hinn forna skagfirska húsavið hefur verið gengið
út frá því sem vísu að skáli hafi verið í Flatatungu. Tilgátulopi hef-
ur svo verið teygður og því haldið fram að fjalirnar frá Bjarna-
staðahlíð hafi komið þangað frá Flatatungu. I fyrstu er rétt að at-
huga hvaða heimildir fræðimenn, sem um fjalirnar hafa fjallað, hafa
fyrir því að skáli hafi verið í Flatatungu.
Það kemur í ljós að skálinn í Flatatungu er undantekningarlaust
á einhvern hátt tengdur frásögnum af fornsagnahetjunni Þórði
Þórðarsyni hreðu. Af honum er varðveitt saga í a.m.k. tveimur
gerðum.13) Arngrímur Jónsson lærði minnist á það í Crymogæa að
12) Helstu staðir í fororðningum og tilskipunum sem varpa ljósi á þessi und-
anbrögð konungs eru í Lovsamling for Island I, bls. 127 (1591), 183 (1619)
og 210—11 (1622): „alle saavel Enker som andre der paa Landet boendis,
skal sielf forskaffe dem Bygningstömmer til at bygge og forbedre samme
deris Huse og Gaarde mcd, eftersom deris Formue og Landsens Leilighed
taale kan.“ Jarðagjöld lækkuðu þó ekki. Á 17. öld er annars vegar talað um
jarðarhús á jörðunum og hins vegar um hús í eigu annars en landeiganda.
Vitnisburður um húsnæðisvanda á 18. öld er fororðning um ónauðsynleg hús
frá 1748, sjá Alþingisbækur íslands XIII, bls. 592.
13) Tómas Sæmundsson, Um bigging jarða, medferd og úttektir. Búnadar-Rit
Sudur-Amtsins. Fyrsta bindis fyrri deild. Videyar Klaustri 1839, bls. 204.
14) Þorkeil Jóhannesson, Alþingi og atvinnumálin, bls. 15.
15) Skástu útgáfur af sögunum um Þóið hreðu eru sennilega í Kjalnesinga
sögu, Jóhannes Haildórsson gaf út (Islenzk fornrit XIV). Reykjavík 1959,