Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 75
NÝ HEIMILD
77
margar fornar byggingar séu kenndar Þórði hreðu, en tilgreinir þó
ekki nákvæmlega hvar þær byggingar séu.10) Nær öld síðar ritar
Páll Vídalín um Þórð hreðu, sem virðist hafa verið honum hugleik-
inn. Páll fjallar einnig um húsasmíðar Þórðar og nefnir til skála
ni. a. að Hrafnagili í Eyjafirði og Siifrastöðum í Skagafirði, en ekki
í Flatatungu.17) Fóstri Páls, Jón Ólafsson frá Grunnavík, minnist
einnig á húsasmíðar Þórðar hreðu og er greinilega mjög háður frá-
sögnum Páls, en Jón minnist heldur ekki á Flatatungu í því sam-
hengi.18)
Það gerist næst í sögnum af Þórði hreðu að út kemur saga hans
á prenti á Hólum 1756. Varð nú allri alþýðu greiður aðgangur að
greinargóðum frásögnum af Þórði hreðu. 1 sögunni segir m. a. að
bóndi nokkur í Flatatungu hafi beðið Þórð að smíða skála þar og
„lauk Þordur vid Skaala Smijded i Flatatwngu, og var þad Furdu
vænt Hws, og stood þar til, ad Eigill Biskup var aa Hoolum.“19)
Nú víkur sögunni til Kaupmannahafnar í byrjun 19. aldar. Þar
var þá Finnur Magnússon sem hafði mikinn áhuga á myndlist á Is-
landi til forna. Finnur sat í hinni konunglegu nefnd til varðveislu
fornleifa í ríkjum Danakonungs. Hafði nefndinni borist frásögn vinar
Finns, Jóns Espólíns, sýslumanns Skagfirðinga „at der endnu gives
adskilligt indvendigt Træarbeide i meget gamle Huse inden Skage-
fjords Syssel, som man siger er forarbeidet af Thord Hreda, som
flere Stykker gj ennemskaaret eller udskaaret Paneelværk, samt et-
slags fristaaende Soiler af en egen Art . .. ogsaa gives der andre store
Trætavler med udskaarne Blomsterværk af meget lioj Ælde — ...
de Bænkestolper, som endnu ere til paa Nordlandet i Island og til-
egnes Thord Hreda (efter Espolins for paaberaabte Beretning); de
beskrives som runde, meget tykke, omtrent 2% Al. hoje; oven paa
dem er et udskaarent Menneskehoved med tilhorende Hals.“20) Svo
bls. 161—260. Engin viðunandi rannsókn á handritum og gerðum Þórðar
sögu er þó til.
16) Prentað ásamt íslenskri þýðingu í Islenzkum fornritum XIV, bls. 248—50.
17) Páll Vídalín, Skýringar við fornyrði iögbókar. Reykjavík 1854, bls. 53,
sbr. bls. 43.
18) Antiqvariske Annaler II, bls. 181—2.
19) Nockrer Marg-Frooder Sogu-Þætter Islendinga. Þryckter a Hoolum i
Hialltadal 1756, bls. 74. Egill Eyjólfsson var biskup á Ilólum 1332—41, og
virðist af sögunni sem þá hafi skálinn verið tekinn niður.
20) Finn Magnussen, Ridrag til nordisk Archæologie. Kiobenliavn 1820, bls.
103—4 og 11.0.