Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 76
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
segir Finnur í háskólafyrirlestrum sínum, en ekkert hefur Jón Espó-
lín tekið fram um það á hvaða bæjum þennan skurð sé að finna.
Finnur hafði haldið mjög fram myndlist á Islandi til forna með
tilvitnunum í Laxdælu og Húsdrápu Úlfs Uggasonar, og ritaði hann
um það sérstaklega í fyrstu útgáfu Laxdælu 1826.21) Lenti Finnur
í ritdeilu við Baden bræður út af þessum skrifum sínum, en þeim
gramdist þetta brambolt Islendinga.22) Þessi ritdeiluskrif bárust til
Islands og vakti Finnur hér aðdáun í vinahópi, en hann hlaut einnig
stuðning rómantískra fræðimanna bæði danskra og þýskra.
Vinur Finns séra Einar Thorlacius í Saurbæ skrifaði honum í
tilefni af þessum skrifum 12. júní 1828:
I Flatatungu í Skagafirði er enn á reisifjölinni í baðstofunni út-
skorinn valur, svo gamalt hégiljufólk segir sig dreymi illa undir
því þaki og stendur stuggur af því. Þó á nú fátt vel saman, því á
hefur verið skorið í öndverðu, þegar allt var saman sett, en nú
er svo oft búið að breyta til síðan. Þó má víða sjá heilar myndirn-
ar, sundurhöggna menn og sundurklofna, og er sem sjái inn í holið.
Skurðurinn er að mestu flatur ofan, stórgerður og í kring skorinn
. .. meinast eftir Þórð hreðu. Getur líka saga hans um, að þar
hafi hann verið að skálasmíði.23)
Þetta er elsta heimild sem varðveitt er um Flatatungufjalir, þær eru
þar tengdar Þórði hreðu en athyglisvert er að séra Einar þekkir
aðeins baðstofu í Flatatungu, en ekki skála.24)
Næsta heimild um Flatatungufjalir er frásögn Hallgríms Schev-
ings í riti hans um rúnir og fornleifar á Islandi til Finns, dagsettu
28. febrúar 1829:
Paa Bondegaarden Flatatúnga inden Skagefiords-Syssel, skal der
findes nogle Bræder i Sparreværks Beklædningen (reisifialir) 'i
21) Sjá Finn Magnussen, Bidrag til nordisk Archæologi, bls. 29—31 og Disqvi-
sitio de Imaginibus in Æde Olavi Pavonis Hiardarholtensi ... Auctoro
Finno Magnusen, í Laxdæla-Saga. Hafniæ 1826, bls. 386—94.
22) Ritdeilur þeirra Finns og G. L. Badens hófust þegar árið 1818, en 1820
blandaði T. Baden prófessor sér í deilumar. Rit G. L. Badens gegn riti
Finns, Bidrag til Nordisk Archæologi, nefndist Professor Finn Magnusens
Beviis for, at vore Kunstnere ved Rejser til Island kunde naae det Samme,
som ved at rejse til Italien eller Rom. Hirschholm, Beeken 1820.
23) Þeir segja margt í sendibréfum. Finnur Sigmundsson tók saman. Reykjavík
1970, bls. 22—3.
24) Einar Thorlacius var prestur í Goðdölum 1819—23.