Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 77
NÝ HEIMILD
79
den daglige Stue (badstofa), som nu ere rykkede udaf deres op-
rindelige Orden. — Tilforn skal de have været I en Sengestue
(skáli) bygget af Thord Hræda. — Paa disse Bræder forestiles
ved et Siags Billedliuggerie en Feide, som Thord havde med sine
Fjender.—25)
Athyglisvert er að Scheving eignar Þórði hreðu skurðinn og gerir
ráð fyrir því að fjalirnar hafi verið í skála, þótt hann viti greinilega
að aðeins sé baðstofa í Flatatungu 1829.
Þessi skrif virðast vera grundvöllur þess að Finnur Magnússon
fól Jónasi Hallgrímssyni að rannsaka Flatatungufjalir og teikna af
þeim mynd árið 1841. Um rannsóknir Jónasar hefur mikið verið rit-
að, þótt ekki hafi verið bent á þetta atriði. Síðar þegar þeir Sigurður
Guðmundsson, Kr. Kálund og fleiri skoða skurðinn er það almanna-
rómur að hann sé úr skála í Flatatungu sem Þórður hreða hafi byggt.
Af ofangreindu má sjá að það sem einkum hefur reist Flatatungu-
skálann í hugum manna á síðari öldum er annars vegar gamall húsa-
viður í baðstofunni í Flatatungu og hins vegar útgáfa Þórðar sögu
hreðu á Hólum 1756. Þeir sem hafa talið að skáli hafi verið í Flata-
tungu fyrrum eru að öllu leyti háðir Þórðar sögu hreðu. Umræður
um skála Þórðar hreðu í Flatatungu eftir miðja 14. öld eru einskis
nýtar á grundvelli sögunnar þar sem eðlilegast er að túlka hana
þannig að skálinn frægi hafi aðeins staðið þar til þess tíma.
En hefur þá ekki verið skáli í Flatatungu eftir tíð Egils biskups?
Að órannsökuðu máli virðist það ekki ósennilegt því að Flatatunga
er foriit höfuðból, hundrað hundraða að fornu mati, sem Ólafur Hóla-
biskup Rögnvaldsson sölsaði undir sig laust upp úr 1480.26) Sam-
kvæmt Sigurðarregistri var Flatatunga ásamt Bjarnastaðahlíð eign
Ilóiastóls 1525.27) I biskupstíð Guðbrands Þorlákssonar voru bæði
Bjarnastaða.hlið og Fiatatunga stólsbú Hólastóls.28) Það var því í
verkahring llólamanna að húsa bæina þar, sbr. það sem hér segir
á undan. Við árið 1624 ritar Björn Jónsson á Skarðsá svo í annál sinn:
Féll niður kirkjan að Hólum öll gersamlega í norðan fjúkviðri
miklu þann 16. Novembris; hafði þá liðið, síðan sú fyrri kirkja
25) Ny kgl. Saml. 3296, 4to, 9. Tilefni rits Schevings er sennilega tilmæli
Finns Magnússonar í Antiqvariske Annaler IV, bls. 352 nmgr.
26) Islenzkt fornbréfasafn VI, bls. 143—5 og víðar.
27) Islenzkt fornbréfasafn IX, bls. 301.
28) Þetta hefur Páll E. Ólason rakið í Sögu Islendinga IV, Reykjavík 1944,
bls. 276, og styðst bar við minnis- og reikningabækur Guðbrands.