Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 81
IvRISTJÁN ELDJÁRN
LEGSTEINN PÁLS STÍGSSONAR
OG STEINSMIÐURINN HANS MALER
Danskur aðalsmaður, Páll Stíg-sson, mun hafa orðið fógeti hér á
landi 1554, en höfuðsmaður (hirðstjóri, befalingsmaður) yfir Is-
landi varð hann 1559 og fékk skipunarbréf konungs í það embætti
28. mars 1560. Hann var röggsamur og athafnasamur stjórnandi,
kunnastur nú fyrir að hafa komið á þeim illræmda lagabálki sem Is-
lendingar kölluðu Stóradóm. Hann andaðist hérlendis 3. maí 1566
og var grafinn fyrir framan altarið í Bessastaðakirkju sem þá var.
Þar hefur séra Jón Halldórsson í Hítardal séð legstein hans, því
hann segir svo í Hirðstjóraannál sínum:
„Anno 1566 dó Páll Stígsson á Bessastöðum, var grafinn fyrir
framan altarið í Bessastaðakirkju, hvar yfir hans gröf er stór
líksteinn af marmara, sem ekki á sinn líka á öllu lslandi.“
Þessi legsteinn, sem séra Jón hefur svo stór orð um, er enn í kirkj-
unni á Bessastöðum. Einhverntíma, líklega snemma á 19. öld,
hefur hann verið fjarlægður af gröfinni og múraður inn í
norðurvegg kórs í steinkirkjunni (þar sem legsteinn Magnúsar amt-
manns Gíslasonar er nú). Þaðan var steinninn tekinn árið 1947 og
fluttur í Þjóðminjasafnið hinn 15. mars það ár. Aftur var hann
fluttur að Bessastöðum 30. maí 1960 og þá múraður inn í suðurvegg
kirkjunnar fremst og þar er hann nú og mun trúlega lengi verða.
Um þessa tilflutninga má lesa í Árbók fomleifafélagsins 1961, bls.
147.
Legsteinn Páls Stígssonar er tígulegt minningarmark og á engan
sinn líka hér á landi, eins og séra Jón segir réttilega. Hann er auk
þess með ailra stærstu legsteinum hérlendis og sá sem ber elst ár-
tal það ég man til. Næstur honum að þessu leyti er Ulfheiðarsteinn-
inn frá Hofi í Vopnafirði (Þjms. 3915, sjá Hundrað ár í Þjóðminja-
safni, nr. 31), sem ber ártalið 1569, en það er dánarár konunnar og
kann steinninn að vera eitthvað yngri, en reyndar á það einnig við