Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Qupperneq 84
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
járnhanskar, frá mitti brynhosur niður úr og nautsgranaskór á út-
skeifum fótum, sporar á hælum, kýll mikill í klyftum og spennur
báðum megin við. Handleggir eru krepptir um olnboga og grípur
hægri hönd um, og styðst að nokkru leyti við, hjölt á löngu sverði
sem oddur þess nemur við gólf en knappur gengur að heita má upp
í handarkrika. Vinstri hönd hvílir flöt og aðgerðalaus fyrir neðan
bringspalir. fdannsmvnd þessi gúknar yfir meginfleti steinsins, en
þó er henni búin vegleg umgerð. Báðum megin við hana eru rifflaðar
uppmjókkandi súlur með gildari blaðskreyttum súlufæti, en efst eru
súluhöfuð með blaðverki sem víst á að sýna að þetta sé nokkurs
konar korintískar súlur, en gallinn er sá að blöðin hverfast öll inn
á við en ekki út eins og vera ber. Fyrir ofan blaðverkið er lítið eitt
brotið band með rósettu í miðju, en þar fyrir ofan er svo það sem
súlunum er ætlað að bera, nefnilega mikið strikaðir bjálkastúfar og
á innri endum þeirra hvílir bogi sem hvelfist yfir höfuð mannsins.
En beint upp af súluhöfðunum og sitt hvoru megin við bogann eru
tveir og tveir aðalsskildir með skjaldarmerkjum nánustu forfeðra
mannsins sem undir steininum á að liggja, og hanga skildirnir í
lykkjum sem festar eru á króka við efri brún steinsins.
Á slétta afmarkaða reitnum fyrir neðan myndverkið er svo áletr-
un í fimm línum með niðursökktu gotnesku fraktúruletri og hljóð-
ar þannig:
Poitlus Stigotus Danorum ex sanguine clarus: Justus castus
amans religionis erat: Thenne Pouil Stiisen honingens
aff Danmarck beffalningsmand offuer Island skickede huer
mand laug og ret, oc fremmcde (Sk)oler oc kirclcer aff gandske
maclct döde paa Island Ano: 1556 then 3. dag maii: —
Þegar litið er á þetta verk í heild sinni verður ekki annað sagt
en að það sé vel heppnað. Maðurinn er að vísu ekki mikið annað en
herklæðin, svo að vel mætti hugsa sér að ekkert væri innan í þeim ef
ekki glórði í augu, nef og skegg undir uppdreginni andlitshlífinni.
En maður, súlur, skildir og áletrun mynda til samans góða og jafn-
væga samstæðu á íletinum, og fágað og fagmannlegt handbragð
verksins leynir sér ekki. Listfræðingar mundu segja að verkið beri
greinilegan svip af ungrenessansinum.
I Danmörku hefur hvergi varðveist eins mikið af gömlum leg-
steinum og í Hróarskeldudómkirkju. I kirkjunni eru m. a. um 40
steinar frá tíma Bessastaðasteinsins þ. e. þriðja fjórðungi 16. aldar,