Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Síða 86
88 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS eða nánar tiltekið 1550—78, og af þeim eru 34 taldir vera greini- lega með sama höfundarsvip og efalítið gerðir á sama verkstæði. Auk Hróarskeldusteinanna eru svo um 50 verk sömu ættar annars staðar á Sjálandi, 11 á Skáni (og Gotlandi) og 12 á Lálandi-Falstri og Fjóni. Aftur á móti er ekkert slíkt verk á Jótlandi svo víst sé. Til samans eru í Danmörku þekkt hvorki meira né minna en um 110 verk frá þessu eina og sama verkstæði, langflest legsteinar, en einnig nokkrar leturtöflur á húsum. Varla eru víst dæmi til að varð- veist hafi svo mörg steinsmíðaverk eftir sama mann frá þessum tíma, hvorki í Danmörku né annars staðar. Óhætt er svo að taka enn einn stein í fjölskylduna, nefnilega legstein Páls Stígssonar á Bessastöðum. Chr. Axel Jensen fullyrðir að verkstæðið sem öll þessi verk urðu til í hafi verið í Hróarskeldu. 1 því myrkri og nafnleysi sem umlyk- ur ótigna menn frá þessum tíma í Danmörku, þótt listamenn væru, hefur honum tekist að þreifa uppi meistarann sem sett hefur svip sinn á þetta verkstæði. Hann hét Hans Maler og blómaskeið lista- mannsævi hans hefur verið þriðji fjórðungur 16. aldar. Nafn hans kemur aðeins tvisvar sinnum fyrir í reikningum, í annað sinn í sam- bandi við legstein sem Friðrik annar lét gera yfir Korfits Ulfeldt ríkisráð. Sá steinn er nú glataður, en til er af honum teikning sem sýnir að hann hefur verið verk Hróarskeldumeistarans, en reikn- ingurinn fyrir verkið sýnir að sá hét Hans Maler. Hann hlýtur að hafa verið mikils metinn eða jafnvel mest metinn allra steinsmiða í Danmörku á sínum tíma, annars er óhugsandi að sjálfur konung- urinn hefði fengið hann til að gera legstein yfir hinn mikla mann Korfits Ulfeldt. Um æviferil Hans Malers er annars næstum því ekkert vitað, en líklegt er talið að hann muni fremur hafa verið þýskur en danskur eins og svo margir iðnaðaiTnenn og listamenn í Danmörku á þessum tíma. En þó lítið grilli í persónulega sögu Hans Malers gegnir öðru máli um hann sem listamann eins og nærri má geta þar sem honum verða eignuð á annað hundrað listaverka sem enn eru til. Chr. Axel Jensen hefur flokkað þessi verk eftir aldri og sýnt þann þróunarferil sem þá kemur fram, frá síðgótík til renessans. Hér skal ekki farið út í að rekja þann feril, þótt fróðlegur sé, heldur aðeins vikið að sérkennum þeirra verka Malers sem kenna má í grófum dráttum við áratuginn 1560—70. Frá því tímabili eru til margir legsteinar með herklæddum manni í súlnaumgerð og leturtöflu með fraktúruletri fyrir neðan. Þessi herklædda persóna sést líklega einna fyrst á legsteini Franciscus Hispanier (eða de Medina), sem var herold Kristjáns þriðja og dó
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.