Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 88
90 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS unum á steini Franciscus Hispanier og Eriks Walkendorffs, en sá steinn var högg-vinn 1568. Skyldleikinn við andlit Páls Stígssonar dylst ekki. Allar eru myndir þessar teknar traustataki úr bók Chr. Axel Jensens, og hefði þó mátt birta fleiri ef nokkur þörf væri á. En svo er ekki, því að steinn Páls Stígssonar er sannarlega verk Hans Malers í Hróarskeldu, og þarf ekki fleiri vitna við. Chr. Axel Jensen getur þess í bók sinni að steinsmíðaverk Hans Malers séu langþéttust í Hróarskeldu sjálfri og síðan á dönsku eyj- unum og Skáni, en þekkist varla eða ekki á Jótlandi. Hann hefur ekki haft spurnir af Bessastaðasteininum. Fljótur hefði hann verið að þekkja á honum ættarmótið, og gaman hefði hann haft af að frétta af þessum eina Hróarskeldusteini sem borist hafði til ystu endi- marka danska ríkisins. Ekki hefði þó steinninn breytt neinu um heildardóminn um listamanninn Hans Maler. Hann er aðeins einn af mörgum svipuðum og alls ekki sá stærsti, viðhafnarmesti eða best gerði. En hann stendur fyrir sínu eins og Páll Stígsson sjálfur gerði í sögu íslands. Þökk sé Chr. Axei Jensen og bók hans, sem svo skýru ljósi varpar á þetta íslenska minningarmark. Geta má bess t.II gamatis að t.il er mynrl af Sðvum hirðst.jóra yfir íslandi á einum stærsta og listilegast gerða legsteini Hans Malers. Sá hirðstjóri er Kristó- fer Valkendorf, sem hér var aðeins eitt sumar, 1569, en var síðan kvaddur heim og gerðist einn mesti og virtasti valdamaður í Danmörku langa tíð, ríkishirð- meistari og gekk næstur konungi sjálfum. Kristófer Valkendorf dó ekki fyrr en 1601, en steinninn er gerður um 1570 og sýnir hann með bræðrum hans tveimur sem dóu 1665 og 1668. Allir eru bræðurnir svipaðir Páli Stígssyni á Bessastaðasteini. Valkendorf-steinninn er í Svinninge kirkju, 405x230 cm, myndblað 61 í bók Chr. Axel Jensens. SUMMARY In Bessastaðir church, Southwest-Iceland, is preserved the gravestone to Poul Stiisen, a Danish nobleman who was royal governor of Iceland 1559—66. He died at Ressastaðir 3rd May 1566. The stone is cut from Gotlandic limestone, size 197x131 cm. Tbe relief on the stone shows the effigies of a warrior in full armour, framed by columns on both sides, and an arch above his head. Beneath there is an inscription with Gothic letters. The stone is auite unique in Iceland and no douht a Danish work. The aim of the article is only to show that the stone obviously must have come into exi- stence in the Roskilde workshop under the guidance of its master, Hans Maler, to whom at least 100 works from the years 1549—78 can be ascribed. In his book Danske adelige Gravsten fra Sengotikens og Renaissancens Tid I—III, Copen- hagen 1951—53, Chr. Axel Jensen discusses Maler’s activity and production in great detail. Even a quick glance at the pictures in this fine work shows con- vincingly that this is where the Bessastaðir gravestone belongs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.