Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 89
Séð úr Hólaskógi austur til Heklu. Kumlin eru í hraunflákanum handan við
rofabörðin, kumlið með spjótsoddinum rétt vinstra megin við bílinn, hitt ber
sem næst undir Heklutind. — Ljósm. Þór Magnússon.
I>ÓR MAGNÚSSON
FORNKUML í HÓLASKÓGI í ÞJÓRSÁRDAL
Margt er enn óljóst um hina fornu byggð í Þjórsárdal, þótt hvergi
hafi í einni sveit landsins verið gerðar jafnvíðtækar fornleifarann-
sóknir og þar. Alkunn er eyðing byggðarinnar í Heklugosinu 1104 eða
þar um bil, en óljósara er, hvort byggð hefur hafist þar þegar á
landnámstíð eða síðar, þótt öruggt megi telja að dalurinn hafi verið
byggður fyrir kristni. Skálarnir í Skallakoti og Snjáleifartóttum eru
með öruggu víkingaaldarsniði, sennilega frá því fyrir árið 1000, en
öll hin fjölmörgu mannabein sem til eru úr Þjórsárdal eru úr einum
og sama stað, kirkjugarðinum á Skeljastöðum, sem rannsakaður var
árið 1939. Leifar fornra kumla hafa fundist á nokkrum stöðum í daln-
um, og hefur Kristján Eldjárn tíundað það allt í bók sinni um forna
legstaði.1)
Sumarið 1978 fundust enn leifar tveggja kumla frá víkingaöld í
svonefndum Hólaskógi innan við hinn eiginlega Þjórsárdal, um 4—5
km innan við rústirnar í Stöng. Það var 15. júlí, að Erlendur Jó-