Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Page 93
fornkuml í hólaskógi
95
Haugfé úr kumlunum í Hólaslcógi, t.v. spjótsoddur, t.h. sörvistölur úr rafi og
gleri, hvort tveggja i lilutfalli 2:3. — Ljósm. Guðm. Ólafsson.
Ótvírætt virðist að þarna séu fundnir tveir fornir legstaðir, kuml
konu, sem ef til vill hefur verið heygð með hesti sínum, og kuml
ungs drengs, þótt bein hans fyndust ekki. Hér virðist hafa verið
kumlateigur og kann að hafa verið frá bæ, sem verið hefur í grennd-
inni. Ekki er vitað með neinni vissu um bæ á þessum slóðum, en
niunnmæli hafa verið um það, að í Hólaskógi hafi verið bær, sem
heitið hafi Hólar.3) Enginn hefur samt séð til bæjarrústa þarna og
við Gísli leituðum talsvert um svæðið að einhverjum ummerkjum
um byggð, en þau sáust engin utan nýlegur gangnamannakofi, sem
var undanfari húss úr bárujárni, sem stendur þarna skammt frá nú
°g er skýli fyrir menn og hesta í fjárleitum. Uppblástur hefur herj-
að mikið þarna innfrá og á uppblásturssvæðinu ætti að mega sjá
uienjar eftir byggð, hafi hún verið, grjótdreifar eða máhnhluti, og