Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 96
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
g’egnskorinn haus, þannig að leggurinn sveigir út til annarrar hliðar
eins og á göngustaf eða bagli með krók og verður þar kringt (plast-
iskt) dýrshöfuð fremst, með eyrum, augum og hrukkum framan á
eins og þegar dýr fitjar upp á trýnið. Mest líkist þetta hrosshaus, en
er þó trúlega aðeins „dýr“. Líklega á svo að skilja, að dýrið sé með
gapandi gini og gangi neðri kjálkinn þvert yfir á prjóninn sjálfan,
en milli kjálka aftur annaðhvort tungan ellegar einhvers konar
gómsparri. Allt er þetta mjög stílfært, en ber greinilegan svip vík-
ingaaldar.
Beinprjónar eru mjög algengir meðal fornleifafunda frá víkinga-
öld og miðöldum, ekki síst í grunni kaupstaða. Þeir kunna að hafa
verið til margra hluta gagnlegir, en þeir sem eru svo vandaðir að
gerð sem þessi munu trúlega hafa verið klæðaprjónar, þ.e. ætlaðir
til að halda saman einhverri flík, til að mynda skikkju eða kyrtil-
klauf. Miklu ósennilegra er að þeir hafi að nokkru ráði verið notaðir
sem hárnálar, þótt ekki sé það með öllu óhugsandi, eitt með öðru.
Þeim sem vilja kynna sér beinprjóna frá víkingaöld skal á það bent
að mjög margir slíkir hafa fundist í Heiðabæ, þ. á m. margir með
dýrsliaus, sumir skyldir prjóninum frá Dæli en enginn verulega lík-
ur. Um Heiðabæjarprjónana hefur nýlega verið gefið út mjög vandað
verk, það besta sem til er um þessa tegund forngripa, með tilvísun
til allra rita sem máli skipta: Gesine Schwarz-Mackensen: Die Knoch-
ennadeln von Haithabu, Berichte úber die Ausgrabungen in Hait-
habu, Bericht 9, Neumúnster 1976.