Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Side 101
KRISTJÁN ELDJÁRN
OXADALR
Svarfaðardalur skerst suðvestur af miðjum Eyjafirði, gyrtur
háum fjöllum, klofnar í tvo dali miðsveitis um fjall það, sem Stóll
eða Stóllinn nefnist, og heitir vestari dalurinn Svarfaðardalur eins
og meginsveitin, en Skíðadalur hinn austari. Dalir þessir hafa orðið
þétt byggðir þegar mjög snemma, eins og margir fundir heiðinna
kumla sýna.
Inn í fjöllin beggja vegna við sveitina liggja margir afdalir eða
þverdalir, sumir langir, aðrir stuttir, en allir þröngir.1 Það er sér-
kenni margra þessara fjalldala að þeir bera tvö nöfn, og á sitt við
hvorn kjamma dalsins, sitt hvorum megin ár, en áin mun þá yfir-
leitt liggja á merkjum jarða og eru dalnöfnin dregin af nöfnum
þeirra tveggja jarða sem landið eiga. Ef farin er hringferð um sveit-
ina og byrjað yst að austanverðu, á Hámundarstaðahálsi, og endað
yst að vestanverðu, úti á Upsaströnd, eru þessir tvínefndu dalir eins
og nú skal greina:
Hálsdalur/Hamarsdalur
Hofsdalur/Hofsárdalur
Klængshólsdalur/Holárdalur
Kóngsstaðadalur/Þverárdalur
Hæringsstaðadalur/Skeiðsdalur (= Grýtudalur)
Sandárdalur/Göngustaðadalur
Klaufabrekknadalur/Göngustaðakotsdalur
Bakkadalur/Þverárdalur
Syðraholtsdalur./Ytraholtsdalur (einu nafni Holtsdalur)
Böggvisstaðadalur/Upsadalur
Hólsdalur/Karlsárdalur
Þessir tvínefndu þverdalir eru margir í tölu hinna helstu og land-
nrestu af hliðardölum Svarfaðardals. Eigi að síður eru þeir allir
óbyggðir og ekki sagnir um að nokkurn tíma hafi verið byggð í
þeim,2 enda mega þeir vafalaust- heita óbyggilegir sakir margra aug-